Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 301 . mál.
557. Frumvarp til laga
um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.
(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)
I. KAFLI
Heiti og undirstaða.
1. gr.
Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.
Ríkisvaldinu ber að styðja og styrkja þjóðkirkjuna.
Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni.
II. KAFLI
Réttarstaða.
2. gr.
Þjóðkirkjan, einstakar sóknir og stofnanir hennar njóta sjálfstæðrar eignhelgi og koma fram sem sjálfstæðir aðilar gagnvart almannavaldinu eftir því sem við getur átt.
3. gr.
Launagreiðslum til starfandi presta þjóðkirkjunnar og annarra starfsmanna hennar skal hagað samkvæmt því sem greinir í 61. gr.
4. gr.
Um stöðu þjóðkirkjunnar sem opinbers trúfélags fer eftir I. kafla laga um trúfélög, nr. 18/1975, eftir því sem við getur átt.
III. KAFLI
Stjórn og starfsskipan.
1. Almennt.
5. gr.
2. Biskup Íslands.
Almennt.
6. gr.
Biskup Íslands fer með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum. Hann hefur aðsetur í Reykjavík.
Biskupskosning.
7. gr.
8. gr.
Skipun biskups Íslands.
9. gr.
Starfssvið biskups Íslands o.fl.
10. gr.
Biskup vígir kirkjur. Biskup vígir presta og djákna og setur þeim vígslubréf.
Heimilt er biskupi að vígja til prestsembættis og djáknaþjónustu einstaklinga sem hafa verið kallaðir til þjónustu af evangelísk-lúterskum fríkirkjusöfnuðum í landinu.
Um kirkjuaga og lausn ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi.
Úrskurðarnefnd.
11. gr.
Nú rís ágreiningur á kirkjulegum vettvangi eða starfsmaður þjóðkirkjunnar er borinn sökum um siðferðis- eða agabrot og getur þá hver sá sem hagsmuna á að gæta borið málið undir úrskurðarnefnd sem biskup Íslands skipar til fjögurra ára í senn.
Úrskurðarnefnd skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Skal einn tilnefndur af leikmönnum á kirkjuþingi og einn af prestastefnu. Formaður skal skipaður án tilnefningar og sé hann löglærður.
Varði mál meint agabrot starfsmanna þjóðkirkjunnar eða embættisfærslu prests sérstaklega, getur nefndin lagt til að hlutaðeigandi verði vikið úr starfi meðan um mál hans er fjallað og skal þá annar settur til að gegna starfi hans á meðan.
Í úrskurði vegna agabrota getur nefndin gripið til eftirfarandi úrræða:
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um úrskurðarnefnd í starfsreglur skv. 60. gr.
Áfrýjunarnefnd.
12. gr.
Áfrýjunarnefnd er skipuð þremur löglærðum mönnum sem fullnægi almennum skilyrðum til þess að vera skipaðir hæstaréttardómarar og sé einn þeirra formaður. Skulu þeir allir skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Við meðferð einstakra mála skal nefndin skipuð tveimur sérfróðum mönnum til viðbótar sem nefndin kveður sjálf til starfans.
Úrskurðir áfrýjunarnefndar, sem skulu vera rökstuddir og að jafnaði kveðnir upp innan sex vikna frá því að mál barst nefndinni, eru endanlegir og bindandi innan valdsviðs þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd í starfsreglur skv. 60. gr.
Kirkjulegir framkvæmdarvaldshafar skv. 22. gr. skulu framfylgja úrskurðum skv. 11. og 12. gr., undir yfirumsjón kirkjuráðs, og fylgjast jafnframt með því að farið sé eftir úrskurðum er snerta starfsemi eða framferði einstakra starfsmanna.
Um hæfi nefndarmanna skv. 11. og 12. gr. gilda ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, svo og almenn ákvæði þeirra laga um málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd skv. 11. gr. og áfrýjunarnefnd skv. 12. gr. að því marki sem starfsreglur, er settar verða skv. 60. gr., mæla eigi fyrir á annan veg.
Kenningarnefnd.
13. gr.
Um staðgengil biskups Íslands.
14. gr.
Nú fellur biskup Íslands frá eða lætur af embætti og skal þá sá vígslubiskup, sem eldri er að biskupsvígslu, gegna embætti hans þar til biskupskjör hefur farið fram og nýr biskup Íslands hefur fengið skipun í embætti sitt.
3. Vígslubiskupar.
Almennt.
15. gr.
Forseti Íslands skipar vígslubiskupa.
Kosning vígslubiskupa.
16. gr.
Vígslubiskupsumdæmi o.fl.
17. gr.
Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
Kirkjuþing getur ákveðið aðra skipan vígslubiskupsumdæma. Öðlast hin nýja skipan þá fyrst gildi er tvö kirkjuþing hafa samþykkt slíka tillögu óbreytta.
Biskupafundur.
18. gr.
4. Kirkjuþing.
Almennt.
19. gr.
Málefni, er varða kenningu kirkjunnar og agavald, heyra þó undir biskup Íslands, sbr. 10., 11., 18. og 27. gr.
Samþykktir um kenningarleg málefni, guðsþjónustuhald, helgisiði, skírn, fermingu og altarissakramenti verða að sæta umfjöllun prestastefnu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi.
Kirkjuþing kýs stjórn prestssetrasjóðs.
Skipan kirkjuþings.
20. gr.
Kjördæmi kirkjuþings eru:
Í hverju kjördæmi er kjörinn einn prestur og einn leikmaður, nema í 1., 2. og 3. kjördæmi þar sem kjörnir skulu tveir leikmenn úr hverju kjördæmi.
Rétt til setu á kirkjuþingi eiga biskup Íslands og vígslubiskupar, kirkjuráðsmenn, kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans og fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands. Hafa þeir allir málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir ekki.
Kirkjuþing kýs þingforseta úr röðum leikmanna til fjögurra ára.
Kirkjuþing skal halda ár hvert. Óski þriðjungur kirkjuþingsmanna eftir er skylt að kalla kirkjuþing saman innan viku frá því að krafa um slíkt var sett fram.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um kjör til kirkjuþings og þingsköp í starfsreglur, sbr. 60. gr.
Fastanefndir kirkjunnar.
21. gr.
Kirkjuleg stjórnvöld.
22. gr.
Kirkjuþing skal sjá til þess að reikningshald kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða hljóti fullnægjandi endurskoðun.
Kirkjuþing getur haft frumkvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg málefni og beint þeim tilmælum til ráðherra að þau verði flutt á Alþingi.
Ráðherra leitar umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagafrumvörp um kirkjuleg málefni er hann hyggst flytja á Alþingi.
5. Kirkjuráð.
Almennt.
23. gr.
Skipan kirkjuráðs.
24. gr.
Kirkjuráð kýs sér varaforseta en biskupsritari er ritari kirkjuráðs.
Starfssvið kirkjuráðs.
25. gr.
Ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda, sem heyra undir lögsögu kirkjuráðs, má skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar. Undanskildar eru ákvarðanir úrskurðar- og áfrýjunarnefnda skv. 11. og 12. gr., svo og ákvarðanir biskups skv. 11. gr. og um kenningu kirkjunnar, sbr. 10., 18., 19. og 27. gr. Varði málskot ákvörðun biskups Íslands er hann hefur áður tekið víkur hann sæti í kirkjuráði meðan það mál er til meðferðar þar og tekur þá sá vígslubiskup, sem eldri er að biskupsvígslu, sæti hans.
Ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjórnsýslu verður eigi áfrýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra kirkjuþingsmanna.
Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skal fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eftir því sem við getur átt, leiði annað eigi af ákvæðum laga eða starfsreglna sem kirkjuþing setur skv. 60. gr. Hið sama á almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjórnvalda til meðferðar einstakra mála.
26. gr.
Kirkjuráð undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar á fjárlögum.
Kirkjuráð hefur yfirumsjón með ráðstöfun fjár sem veitt er af opinberri hálfu til kirkjulegrar starfsemi.
Kirkjuráð hefur forræði og forsjá um Skálholtsstað, svo sem greinir í lögum nr. 32/1963, og hefur þau afskipti af málefnum Skálholtsskóla er greinir í lögum nr. 22/1993.
6. Prestastefna.
27. gr.
Á prestastefnu eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar og allir starfandi þjóðkirkjuprestar skv. 32. gr., svo og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla Íslands með guðfræðimenntun og guðfræðingar sem gegna föstum störfum á vegum þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti enda séu þeir innan safnaða er starfa á játningargrundvelli evangelísk-lúterskrar kirkju.
Á prestastefnu skal fjalla um málefni prestastéttarinnar, svo og önnur kirkjuleg málefni. Prestastefna hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing, sbr. 10., 11. og 19. gr.
7. Prófastar.
Almennt.
28. gr.
Prófastar eru fulltrúar biskups Íslands í prófastsdæmum og trúnaðarmenn hans og hafa í umboði hans almenna tilsjón með kirkjulegu starfi þar.
Biskup getur skipað prófasta til að hafa umsjón með tilteknum þáttum kirkjulegrar þjónustu.
Héraðsfundir og héraðsnefndir.
29. gr.
30. gr.
31. gr.
8. Prestar.
Almennt.
32. gr.
33. gr.
34. gr.
35. gr.
Embættisgengi presta o.fl.
36. gr.
37. gr.
Áður en kandídat hlýtur vígslu skal hann hafa hlotið starfsþjálfun samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum, sbr. 60. gr.
Ráðherra skipar þriggja manna stöðunefnd til þriggja ára. Í nefndinni eiga sæti fulltrúi tilnefndur af Prestafélagi Íslands, annar tilnefndur af guðfræðideild Háskóla Íslands og einn leikmaður tilnefndur af biskupi Íslands úr röðum sóknarnefndafólks og sé hann formaður nefndarinnar. Nefndin skal meta hæfni kandídata til prestsþjónustu að lokinni starfsþjálfun þeirra. Getur enginn kandídat hlotið vígslu hafi stöðunefnd samdóma metið hann óhæfan, en þó má hann leita eftir vígslu að fimm árum liðnum frá því að nefndin skilaði áliti sínu og verður hæfi hans þá metið að nýju.
Nefndin skal jafnframt meta hverjir umsækjenda um prestsembætti teljist hæfastir og raða þremur hæfustu umsækjendunum í röð þannig að í fyrsta sæti raðist sá hæfasti og þannig koll af kolli, með hliðsjón af menntun umsækjenda, framhaldsnámi, starfsferli og öðrum atriðum sem nefndin telur máli skipta.
Að öðru leyti verður kandídat að fullnægja almennum skilyrðum 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Val á presti.
38. gr.
Nánari reglur um val á sóknarpresti og presti skv. 34. gr. skal setja í starfsreglur skv. 60. gr.
39. gr.
Embætti sóknarprests og prest skv. 34. gr. skal veitt með setningu í eitt ár. Að þeim tíma liðnum skal skipa viðkomandi í embættið ótímabundið, nema meiri hluti kjörmanna prestakallsins sé sammála um að óska þess að biskup Íslands auglýsi embættið að nýju.
40. gr.
Almennt um skyldur presta.
41. gr.
Nú er prestssetur í prestakalli, og er þá presti skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili nema biskup heimili annað um stundarsakir, að fenginni umsögn prófasts og viðkomandi sóknarnefnda.
42. gr.
Sérþjónustuprestar.
Almennt.
43. gr.
Biskupi Íslands er heimilt að samþykkja að ráðnir séu prestar á vegum stofnana og félagasamtaka. Teljast þeir prestar vera þjónandi prestar þjóðkirkjunnar, sbr. 32. gr.
Biskup Íslands setur sérþjónustuprestum skipunarbréf til viðbótar vígslubréfi.
Prestar er starfa erlendis.
44. gr.
Nánari ákvæði.
45. gr.
9. Djáknar.
46. gr.
Djáknar eru ráðnir af sóknarnefnd í samráði við sóknarprest til þess að gegna sérstaklega tilgreindum störfum á sviði líknar- og fræðslumála innan safnaðar.
Heimilt er í samráði við viðkomandi sóknarnefnd og sóknarprest og/eða sjúkrahúsprest að ráða djákna til starfa á sjúkrastofnun.
Til að hljóta ráðningu og vígslu sem djákni þarf hlutaðeigandi að hafa lokið viðeigandi prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands og hlotið tilskilda starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar. Hafi umsækjandi um djáknastarf lokið prófi frá erlendum djáknaskóla skal biskup Íslands leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands.
Um þjónustu djákna fer nánar eftir ákvæðum í starfsreglum, sbr. 60. gr.
10. Sóknir og prestaköll.
Almennt.
47. gr.
48. gr.
Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining en tengist öðrum sóknum innan sama prestakalls, ef um það er að ræða, með samstarfi, sbr. 57. gr., eða á annan hátt sem héraðsfundur kann að mæla fyrir um eða einstakar sóknarnefndir stofna til. Þá tengjast kirkjusóknir öðrum sóknum innan prófastsdæmis með sameiginlegum héraðsfundi.
Sóknarmenn eru allir þeir sem lögheimili eiga í sókn, miðað við 1. desember næstliðinn, hafa hlotið skírn og eru skráðir í þjóðkirkjuna. Um skráningu óskírðra í þjóðkirkjunni fer að öðru leyti eftir ákvörðun laga um trúfélög, nr. 18/1975.
Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni og bera sameiginlega skyldur eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum eða með lögmæltum ákvörðunum.
Skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma.
49. gr.
50. gr.
Safnaðarfundir.
51. gr.
Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald innan sóknarinnar í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmæltum ákvörðunum.
Aðra safnaðarfundi skal halda ef meiri hluti sóknarnefndar óskar þess eða einn fjórði hluti sóknarmanna sem atkvæðisrétt eiga á safnaðarfundum.
Sóknarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.
Skipun, störf og starfshættir sóknarnefnda.
Almennt.
52. gr.
Sóknarnefnd skal kosin til fjögurra ára í senn.
Sóknarnefndarmenn eru þrír í sóknum þar sem sóknarmenn eru færri en 300, en ella fimm, þó svo að þegar sóknarmenn eru 1.000 hið fæsta mega sóknarnefndarmenn vera sjö og níu ef sóknarmenn eru 4.000 eða fleiri, allt miðað við 1. desember næstliðinn. Fjölga skal sóknarnefndarmönnum, ef því er að skipta, á næsta aðalsafnaðarfundi þegar kjör sóknarnefndarmanna á fram að fara, eftir að þeir verða 1.000 eða 4.000 hið fæsta. Nú fækkar sóknarmönnum niður fyrir greind mörk og ákveður aðalsafnaðarfundur þá hvort fækka skuli sóknarnefndarmönnum.
Kjósa skal a.m.k. jafnmarga varamenn og aðalmenn eru og taka þeir sæti í forföllum aðalmanna eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir í. Heimilt skal sóknarnefnd að kveðja varamenn sér til liðsinnis þegar hún telur ástæðu til.
53. gr.
Hlutverk og starfshættir.
54. gr.
Sóknarnefnd skal gæta réttinda kirkju og gera prófasti viðvart ef út af bregður.
55. gr.
Safnaðarfulltrúar.
56. gr.
Samstarfsnefndir.
57. gr.
Starfsmenn kirkjusókna.
58. gr.
Organistar.
59. gr.
IV. KAFLI
Starfsreglur.
60. gr.
Kirkjuþing setur jafnframt nánari reglur um tiltekna þætti kirkjustarfsins sem eigi er fjallað um í hinum almennu reglum sem getið er um í 1. mgr. Þá staðfestir kirkjuþing stofnskrár og nánari reglur um stjórn og starfsemi stofnana er starfa á vegum þjóðkirkjunnar en kirkjuráð staðfestir endurskoðaða reikninga þeirra stofnana og birtir þá síðan í skýrslu sinni til kirkjuþings.
Kirkjuráð gefur út reglur þær og stofnskrár er um ræðir í 1. og 2. mgr. ásamt breytingum sem kunna að verða gerðar á þeim. Skulu reglur og stofnskrár, sem og breytingar á þeim, birtast á prenti í síðasta lagi innan fjögurra vikna frá því að kirkjuþing samþykkti þær. Ber kirkjuráði að hafa eftirlit með því að eintök þeirra séu aðgengileg fyrir almenning frá þeim tíma, auk þess sem kirkjuráð annast dreifingu þeirra og kynningu með tilhlýðilegum hætti.
Hafi eigi verið á annan veg mælt í reglum þeim sem hér um ræðir öðlast þær, sem og breytingar, bindandi gildi á þrítugasta degi frá útgáfudegi þeirra. Eftir þann tíma ber öllum starfsmönnum þjóðkirkjunnar, sem og öðrum þeim sem reglunum er ætlað að binda, að fara eftir þeim.
V. KAFLI
Launagreiðslur og réttarstaða starfsmanna.
61. gr.
Fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 skal ríkið greiða laun eins prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.
Fjölgi prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., skal ríkið greiða laun eins starfsmanns á biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 3. mgr., lækkar tala starfsmanna á biskupsstofu í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.
Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer eftir lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með áorðnum breytingum, eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með áorðnum breytingum, eftir því sem við getur átt.
Launagreiðslur annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar eru ríkinu óviðkomandi.
62. gr.
Nánari ákvæði um réttarstöðu starfsmanna þjóðkirkjunnar skulu sett í starfsreglur, sbr. 60. gr.
VI. KAFLI
Jarðeignir kirkna.
63. gr.
Greiðslur til Kristnisjóðs vegna seldra kirkjujarða falla niður. Þó skal ríkissjóður greiða árlega, næstu átta ár, upphæð er svarar til fastra árslauna eins sóknarprests.
VII. KAFLI
Gildistaka og brottfall laga.
64. gr.
65. gr.
Eftirtalin lög falla úr gildi þegar kirkjuþing hefur sett starfsreglur skv. 60. gr. laganna, þó eigi síðar en 31. desember 1998:
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Frumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar var lagt fram á 118. löggjafarþingi í febrúar 1995 en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var samið af nefnd sem kirkjuráð skipaði í janúar 1993 til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á stjórnskipulegu sambandi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Í þeirri nefnd áttu sæti dr. Gunnar Kristjánsson, sem jafnframt var formaður, Ólafur Stephensen blaðamaður, dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor, Geir Waage, formaður Prestafélags Íslands, og dr. Páll Sigurðsson prófessor. Hrund Hafsteinsdóttir lögmaður tók síðar sæti Ólafs Stephensen er hann vék úr nefndinni að eigin ósk. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari starfaði með nefndinni sem og séra Kristján Valur Ingólfsson. Af hálfu dóms- og kirkjumálaráðherra sat Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri fundi nefndarinnar í septembermánuði 1994.
Í júlí 1996 skipaði kirkjumálaráðherra nefnd til að vinna að lokaundirbúningi að framlagningu lagafrumvarpa um kirkjuleg málefni sem verið höfðu til umfjöllunar á síðustu missirum á kirkjulegum vettvangi og fyrir Alþingi. Í fyrsta lagi var um að ræða framangreint frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, í öðru lagi frumvarp til laga um veitingu prestakalla sem lagt var fram á Alþingi á 120. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga og í þriðja lagi var það hlutverk nefndarinnar að taka til skoðunar álitaefni þau er tengdust nýsamþykktum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og vörðuðu skipun presta til starfa. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans áttu sæti í nefndinni þingmennirnir Hjálmar Jónsson og Jón Kristjánsson, dr. Gunnar Kristjánsson, tilnefndur af biskupi Íslands, Geir Waage, tilnefndur af Prestafélagi Íslands, og dr. Einar Sigurbjörnsson, tilnefndur af guðfræðideild Háskóla Íslands. Stefán Eiríksson, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, var ritari nefndarinnar.
Framangreind nefnd gerði nokkrar breytingar á því frumvarpi sem lagt var fram á 118. löggjafarþingi um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Meginbreytingarnar frá fyrra frumvarpi lúta að skipan kirkjuþings og skýrari ákvæði voru sett um úrskurðarnefnd. Þá ákvað nefndin að fella frumvarp til laga um veitingu prestakalla inn í þetta frumvarp á þann hátt að fela kirkjuþingi að setja reglur um veitingu prestakalla. Nefndin ákvað einnig að leggja til að ákvörðunarvald um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma yrði alfarið í höndum kirkjuþings. Nefndin telur að með framangreindum hætti sé því markmiði að setja skýra rammalöggjöf um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar betur náð en í fyrra frumvarpi.
Samhliða starfi nefndarinnar unnu kirkjueignanefndir ríkis og kirkju að því á liðnum haust- og vetrarmánuðum að ná samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Samkomulag það sem kirkjueignanefndir ríkis og kirkju náðu á fundi 10. janúar 1997 fylgir með sem fylgiskjal með frumvarpi þessu. Meginniðurstöður í viðræðum nefndanna voru þær að kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum, væru eign íslenska ríkisins og andvirði seldra jarða rynni í ríkissjóð. Á móti mundi íslenska ríkið skuldbinda sig til að greiða laun tiltekins fjölda presta þjóðkirkjunnar og starfsmanna biskupsembættisins. Þar er gert ráð fyrir að ríkið greiði laun biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 presta og 18 starfsmanna biskupsstofu. Í umræddu samkomulagi er fyrirvari um samþykki kirkjuþings og samþykkt Alþingis á þessu frumvarpi. Í athugasemdum við 3. gr. frumvarpsins, svo og V. og VI. kafla þess, er að finna nánari skýringar á þessu samkomulagi.
Á aukakirkjuþingi, sem haldið var 21.–23. janúar 1997, var frumvarp þetta lagt fram ásamt samkomulagi kirkjueignanefnda ríkis og kirkju. Kirkjuþing samþykkti að nokkrar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu, og hefur verið tekið tillit til allra þeirra breytingartillagna sem kirkjuþing samþykkti á aukakirkjuþinginu í frumvarpi þessu.
Í greinargerð þeirri, sem fylgdi frumvarpinu um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar sem lagt var fram á 118. löggjafarþingi, kemur fram að það sé meginniðurstaða nefndarinnar að rétt sé og tímabært að gera ýmsar breytingar á stjórnskipun íslensku þjóðkirkjunnar og á sambandi hennar við ríkisvaldið, enda þótt enn verði haldið þeim tengslum milli ríkis og kirkju sem kveðið sé á um í stjórnarskrá íslenska ríkisins. Síðan segir:
„Höfuðforsendur lagafrumvarps þessa eru sem hér segir:
Er niðurstaða nefndarinnar sú að rétt sé að þjóðkirkjan fái mun meira sjálfstæði á starfs- og stjórnunarsviði sínu en verið hefur um langa hríð, enda muni aukið sjálfstæði efla hana til starfa og átaka til aukins velfarnaðar með þjóðinni. Taldi nefndin óhjákvæmilegt að leggja tillögur sínar þar að lútandi fram í formi allítarlegs frumvarps til laga um stöðu, stjórn og starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar þar sem væri að finna ákvæði um alla helstu þætti kirkjustarfsins, þar á meðal um stöðu og starfsemi embættismanna þjóðkirkjunnar, starfseiningar hennar og um ýmsa þætti starfsemi hennar að öðru leyti. Er þar að vonum um margt byggt á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður með gildandi lögum en þó lagt til að gerðar verði ýmsar breytingar frá því sem er að gildandi rétti er stefni að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í samræmi við það sem fyrr sagði og tryggi það, svo sem framast má verða að lögum, að kirkjan megi valda hlutverki sínu á komandi tímum með því aukna sjálfstæði sem vænst er að hún muni öðlast.
Í frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, er leitast við að kveða á um meginatriði íslensks kirkjuréttar í nokkuð breyttri mynd frá því sem nú er, svo sem fyrr segir, en jafnframt er byggt á grónum og haldgóðum kirkjuhefðum, eftir því sem framast hefur verið kostur miðað við hina nýju skipan á stjórn kirkjumála sem lýst er í frumvarpinu.
Jafnframt samningu þessa frumvarps hóf nefndin undirbúning að samningu frumvarps til samþykktar kirkjuþings um starfsreglur fyrir íslensku þjóðkirkjuna sem nefndin leggur til að fylgi í kjölfar hinna nýju laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar ef frumvarp þetta hlýtur staðfestingu hins háa Alþingis. Skal lögð sérstök áhersla á að samræmi verði milli efnis lagafrumvarps þessa annars vegar og frumvarpsins að starfsreglum hins vegar og munu frumvörp þessi mynda með nokkrum hætti eina heild þegar litið er yfir allt reglusviðið sem hér er um að ræða. Í frumvarpinu að starfsreglunum verður mælt fyrir um fjölmörg atriði er varða starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar á mun ítarlegri hátt en unnt var eða ráðlegt þótti að gera í lagafrumvarpinu.
Tekið skal fram að hér er um að ræða frumvarp að meginlöggjöf (rammalöggjöf) um íslensku þjóðkirkjuna, en gert er ráð fyrir að margvísleg löggjöf um afmörkuð kirkjuleg málefni frá ýmsum tímum standi enn jafnhliða hinni nýju meginlöggjöf ef frumvarp þetta verður að lögum. Er þó vafalaust fullkomið tilefni til endurskoðunar og samræmingar þeirrar löggjafar þótt nefndin telji það ekki í sínum verkahring að annast víðtækari endurskoðun kirkjulöggjafarinnar en hér um ræðir.
II.
Fyrr á öldum var sjálfstæði íslensku kirkjunnar mikið. Var kirkjan lengi sér um fjármál og innri stjórn og á fyrstu öldum kristni í landinu kom hún fram sem sjálfstæður aðili gagnvart ríkisvaldinu (t.d. voru gerðir sáttmálar milli ríkisvalds og kirkjuvalds). Fyrrum hafði kirkjan sína eigin tekjustofna sem hún ráðstafaði til eigin þarfa — enda hlutverk hennar í „veraldlegum“ efnum þá víðtækari en síðar varð — en á síðari öldum fór þó konungsvaldið að hlutast til um málefni kirkjunnar, enda fylgdi það kenningu Lúters að kristinn þjóðhöfðingi bæri sérstakar skyldur og ábyrgð gagnvart henni.
Sé litið til grannþjóða okkar í austri og vestri, þar sem alls staðar ríkir trúfrelsi, fer ekki á milli mála að skipan á kirkjumálum er þar með mjög misjöfnum hætti, allt eftir hefðum og ríkjandi skoðunum. Víða eru starfandi þjóðkirkjur, svokallaðar, sem sumar eru tengdar ríkisvaldinu, svo sem er á Norðurlöndum, en aðrar hafa fullt sjálfstæði í innri málum þótt ríkisvaldið veiti þeim stuðning, svo sem er í Þýskalandi. Í Bandaríkjunum er hins vegar ekki um neina þjóðkirkju að ræða, svo sem kunnugt er. Óvíða munu tengsl ríkis og kirkju vera meiri en meðal Dana, en þar er vart um að ræða neina sjálfsstjórn þjóðkirkjunnar gagnvart almannavaldinu. Meðal grannþjóða okkar hafa orðið miklar breytingar á kirkjuskipan hin síðari ár og kynnti nefndin sér þær breytingar ásamt þeim umræðum sem orðið hafa í þeim löndum. Má um þetta efni m.a. vísa til áfangaskýrslu nefndarinnar sem lögð var fyrir kirkjuþing haustið 1993. Engu að síður varð það niðurstaða nefndarinnar að byggja sem mest á ráðandi kirkjuhefð hér á landi að því marki sem hún verður talin samrýmast þörfum nútímans.
Þrátt fyrir þau tengsl sem eru hér á landi milli ríkis og kirkju hefur íslenska þjóðkirkjan sjálfstæði í innri málum sínum, þ.e. hvað varðar guðþjónustuna, helgisiði, skírn, fermingu og veitingu sakramentanna, sbr. 13. gr. laga nr. 48/1982. Ytri málum kirkjunnar, svo sem skipan prestakalla og prófastsdæma, veitingu prestakalla og biskupskosningu, er hins vegar ráðið með lögum frá Alþingi. Kirkjumálaráðherra hefur og í reynd mikil völd á þessu sviði þótt hefð sé fyrir því að hann beiti þeim af hófsemi.
Lengi vel fékk þessi skipan mála að standa án umtalsverðra mótmæla kirkjunnar manna eða annarra, en á síðustu árum hafa hins vegar farið fram allnokkrar umræður um réttarstöðu íslensku þjóðkirkjunnar, einkum þó um afstöðu hennar til ríkisvaldsins (löggjafarvalds og framkvæmdarvalds). Er þar bæði átt við umræður á kirkjulegum vettvangi, einkum á kirkjuþingi, en aðrir aðilar hafa einnig látið til sín heyra þótt eigi fari sérlega hátt, m.a. í þá veru að slíta beri öll tengsl milli ríkis og kirkju. Eigi verður þó talið að nú um stundir eigi svo róttækar hugmyndir fylgi að fagna meðal alls þorra Íslendinga og miðast efni þessa frumvarps m.a. við þá ætlan nefndarinnar.
Því ber ekki að neita að upp á síðkastið hefur ríkisvaldið í reynd látið þjóðkirkjunni eftir aukið sjálfræði í margvíslegum málum og séð fyrir sérstökum tekjustofnum ýmissa starfseininga kirkjunnar. Hefur sú þróun og aukin ábyrgð kirkjunnar manna, sem henni fylgir, tvímælalaust orðið til þess að efla starfsemi þjóðkirkjunnar í heild og mun almennt hafa mælst vel fyrir.
III.
Það sem mestu máli skiptir varðandi það efni sem hér er til meðferðar er það að af þessari stjórnarskrárgrein verður sú ályktun dregin, svo að tvímælalaust er, að ríki og þjóðkirkja eru ekki eitt — þ.e. tiltekinn aðili, ríkið, á að styðja og vernda annan aðila, þjóðkirkjuna. Skilyrði þess að vera íslenskur ríkisborgari annars vegar og þjóðkirkjuþegn hins vegar þurfa heldur ekki að fara saman, svo sem kunnugt er. Það breytir ekki þessari niðurstöðu að mjög náin tengsl eru milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar. Hún er eftir sem áður sjálfstæð stofnun , sjálfstæður réttaraðili, sem getur borið, og ber, réttindi og skyldur að lögum. Þjóðkirkjan og stofnanir hennar geta því m.a. átt eignir sem njóta m.a. fullrar verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar og verða eigi af þeim teknar nema ströngum skilyrðum þeirrar greinar sé fullnægt, enda komi þá ætíð fullt verð fyrir eins og þar er mælt fyrir um.
Þegar talað er um íslensku þjóðkirkjuna sem stofnun er hafi a.m.k. nokkurt sjálfstæði eftir lögum og venju og verði eigi talin sem hver annar angi ríkisvaldsins verður að minnast þess að hugtakið þjóðkirkja verður ekki til hér á landi fyrr en með tilkomu stjórnarskrárinnar frá 1874, en fyrirmynd viðkomandi ákvæðis var hliðstætt ákvæði í grundvallarlögunum dönsku.
IV.
„Kirkjuþing felur kirkjuráði að skipa nefnd til að gera úttekt á skipulagi íslensku þjóðkirkjunnar og sambandi hennar við ríkisvaldið samkvæmt nánari verklýsingu byggðri á greinargerð sem fylgdi upphaflegu tillögunni. Í nefndinni sitji fimm menn tilnefndir af: biskupi og gegni sá formennsku, kirkjumálaráðherra, guðfræðideild Háskóla Íslands, stjórn Prestafélags Íslands og lagadeild Háskóla Íslands. Kirkjuráð ráði starfsmann til verksins í samráði við nefndina. Nefndin skili greinargerð um stöðu mála á kirkjuþingi 1993.“
Nefnd sú, er skipuð var af þessu tilefni svo sem þingsályktunin bauð og fyrr hefur verið greint frá, hóf fljótlega störf og skilaði síðan áfangaskýrslu um starf sitt er lögð var fyrir kirkjuþing haustið 1993. Birtust þar frumhugmyndir nefndarinnar í stórum dráttum, með ítarlegum rökstuðningi, ásamt frumdrögum nefndarinnar að „rammalöggjöf“ um stöðu, starf og stjórnskipan þjóðkirkjunnar. Leiddi skýrsla þessi til frjórra umræðna á kirkjuþingi og var að lokum afgreidd þar, að mestu á jákvæðan hátt, og nefndinni falið að leiða starf sitt til lykta. Nefndin hafði eftirfarandi markmið að leiðarljósi: Byggt verði til frambúðar á núverandi þjóðkirkjufyrirkomulagi og eigi rofið það samband milli ríkis og kirkju sem stjórnarskráin kveður á um. Ríkisvaldið ber því enn sem fyrr ábyrgð (þar á meðal fjárhagslega ábyrgð) gagnvart þjóðkirkjunni. Hins vegar verði gerðar verulegar breytingar á „starfsramma“ þjóðkirkjunnar, m.a. með því að sett verði „rammalöggjöf“ um stöðu, stjórn og starfshætti hennar þar sem fjallað verði í skýru máli um þessa meginþætti, en að önnur kirkjuleg löggjöf verði um leið einfölduð svo sem verða má. Með þessu mun vægi löggjafarstarfsemi Alþingis um málefni þjóðkirkjunnar minnka mjög frá því sem verið hefur, en þess í stað verður vald kirkjunnar aukið verulega frá því sem nú er og valdsviðið skýrt svo vel sem frekast er kostur.
Mikilvægur þáttur í tillögum nefndarinnar, svo sem þær birtast í þessu lagafrumvarpi, er að vald kirkjuþings verði aukið og því fengið ákvörðunarvald í kirkjulegum málum, þó innan þess ramma sem hin nýja meginlöggjöf (rammalöggjöf) setur ef frumvarp þetta verður að lögum. Er, svo sem fyrr segir, lagt til að á grundvelli laganna samþykki kirkjuþing ítarlegar reglur um allt innra starf og starfshætti kirkjunnar, en nefndin telur að mjög skorti nú á að kirkjunnar menn hafi nægar leiðbeiningar á þessu sviði eða fullkomnar starfsreglur sem þeim ber að fylgja. Lagt er til að skýrar reglur gildi um allt stjórnkerfi kirkjunnar undir yfirstjórn kirkjuþings, svo sem fyrr segir.
Það er ætlun og vissa nefndarinnar að aukin sjálfsstjórn íslensku þjóðkirkjunnar og ábyrgð, sem þar af leiðir, muni auðvelda kirkjunni störf hennar og efla kirkjunnar menn til samræmdra átaka í starfi. Hafi kirkjan og sýnt, með nærfellt eitt þúsund ára starfi sínu í landinu, að henni sé treystandi til sjálfsstjórnar. Þá skal eigi undan dregið að aukinni sjálfsstjórn kunni að fylgja ný vandamál innan kirkjunnar (a.m.k. í augum sumra) þar sem í „návígi“ verður tekist á um mál er embættismenn ríkisins önnuðust áður, þar með talið ýmsa ráðstöfun fjármuna. Þessi vandamál á þó kirkjan að geta leyst innan sinna vébanda.
Á prestastefnu í Vestmannaeyjum í júní 1994 voru helstu hugmyndir nefndarinnar kynntar ítarlega og er óhætt að fullyrða að viðtökur hafi verið góðar. Urðu allmiklar umræður um málið. Loks fjallaði kirkjuþing um frumvarpið í endanlegri gerð sinni 25. október til 3. nóvember 1994. Eftir miklar almennar umræður og nefndarvinnu var frumvarp skipulagsnefndar samþykkt með nokkrum breytingum. Var biskupi og kirkjuráði falið að kynna frumvarpið fyrir prestum og sóknarnefndum í nóvember 1994, jafnframt var skipulagsnefnd falið að ganga endanlega frá greinargerð með frumvarpinu, svo og 67. gr. er fjallar um lög sem breytast við gildistöku frumvarpsins.
Verði frumvarp þetta að lögum telur nefndin að merkum áfanga sé náð í þróunarsögu íslensku þjóðkirkjunnar. Staða hennar verði skýrð frá því sem nú er og allt regluverk hana varðandi verði mun fyllra og gleggra en það er við búum við, en vitað er að margt er nú óskýrt eða jafnvel á huldu um réttarstöðu kirkjunnar og þjóna hennar á ýmsum sviðum.
V.
Kveðið er á um að íslenska þjóðkirkjan sé sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Njóti hún sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þjóðkirkjan og stofnanir hennar njóti sjálfstæðrar eignhelgi og komi fram sem sjálfstæðir aðilar gagnvart almannavaldinu. Ríkisvaldinu beri að styðja og styrkja íslensku þjóðkirkjuna og greiði íslenska ríkið henni árlegt framlag sem miðist við að það nægi til reksturs hennar ásamt öðrum tekjustofnum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum. Kirkjumálaráðuneytið hafi með höndum tengsl við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins að því er varðar fjárlagagerð og hafi jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber að veita henni lögum samkvæmt. Jafnframt hafi ráðuneytið umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Mælt er fyrir um að íslenska þjóðkirkjan ráði starfi sínu innan lögmæltra marka. Er þarnæst fjallað á allítarlegan hátt um stjórnunar- og starfseiningar þjóðkirkjunnar og starfsmenn hennar (þar með talið stöðu þeirra sem opinberra starfsmanna), auk þess sem sérstaklega er fjallað um reglur þær um almenna kirkjuskipan er kirkjuþingi er ætlað að samþykkja og áður var getið.“
Athugasemdir við einstakar greinar og kafla frumvarpsins.
Um 1. gr.
Í 2. mgr. er byggt á þeirri skipan mála varðandi stuðning við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins sem gert er ráð fyrir í 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrárinnar, enda er ákvæðum frumvarpsins, ef að lögum verða, á engan hátt ætlað að breyta fjárhagslegum skyldum ríkisvaldsins við þjóðkirkjuna þótt sjálfstæði hennar um innri málefni verði aukið frá því sem nú er, sbr. þó það sem greinir varðandi samkomulag ríkis og kirkju um kirkjujarðir og launagreiðslur.
Í 3. mgr. er lagt til að skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veiti aðild að þjóðkirkjunni. Eigi er skilyrði að skírn hafi farið fram innan vébanda þjóðkirkjunnar þar eð þjóðkirkjan viðurkennir hverja þá skírn sem framkvæmd er í nafni heilagrar þrenningar.
Um II. kafla.
Um 2. gr.
Sjálfstæði íslensku þjóðkirkjunnar skv. 1. mgr. væri í reynd lítils virði ef eigi væri tryggt að lögum að þjóðkirkjan, sóknir hennar og stofnanir, sem hafa nægilegt sjálfstæði gagnvart kirkjustjórninni, njóti m.a. fullkominnar eignhelgi í skilningi 67. gr. stjórnarskrárinnar. Tekur því ákvæði 2. mgr. af allan vafa í því efni, en eigi þykir ástæða til þess að fjalla nánar um það í ákvæðinu hverjar þær stofnanir þjóðkirkjunnar eru sem sjálfstæðrar eignhelgi geti notið, en um það efni vísast til viðurkenndra meginreglna eignarréttar um lögvarða aðild að eignarréttindum.
Um 3. gr.
Í 2. mgr. er lagt til að launagreiðslur til starfandi presta þjóðkirkjunnar, sem verið hafa á launum úr ríkissjóði, skuli hagað með þeim hætti sem greinir í 61. gr. Er hér í raun um óbreytta skipan að ræða.
Um 4. gr.
Um III. kafla.
Haft skal í huga að til þess er ætlast að kirkjuþing samþykki sérstakar starfsreglur (sjá einkum 60. gr.) sem verði til fyllingar og viðbótar mörgu því sem kveðið er á um í kafla þessum.
Rétt er að geta þess að mörg ákvæði þessa kafla frumvarpsins eru tekin að meginstofni úr gildandi lögum og þá með þeim breytingum einum sem leiðir beinlínis af þeirri skipan, sem frumvarpið byggist á, að stjórnunarvald verði fært frá ráðherra til kirkjulegra stjórnvalda. Þykir að jafnaði óþarfi að geta þessa atriðis sérstaklega um hverja grein fyrir sig sem þetta á við um.
Um 5. gr.
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Um 8. gr.
Um 9. gr.
Um 10. gr.
Um 11. gr.
Um 12. gr.
Um 13. gr.
Um 14. gr.
Um 15.–17. gr.
Um 18. gr.
Um 19. gr.
Um 20. gr.
Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að biskup Íslands, vígslubiskupar, kirkjuráðsmenn, kennarar guðfræðideildar og kirkjumálaráðherra eigi seturétt á kirkjuþingi og hafi jafnframt málfrelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt hafi þeir eigi. Er hér um að ræða breytingu frá fyrri skipan. Þá er gert ráð fyrir að kirkjuþing kjósi þingforseta úr röðum leikmanna.
Í frumvarpi því, sem lagt var fram á 118. löggjafarþingi, var farin önnur leið en hér er lögð til, einkum varðandi tengslin milli þingsins og biskupsembættisins. Var þar sú hugmynd reifuð að aðskilja bæri valdsvið kirkjuþings annars vegar og biskups hins vegar með því að búa svo um hnútana að kirkjuþing yrði í sem fyllstum mæli sjálfstæð og lýðræðislega kjörin stofnun sem hefði sinn eigin forseta og nefndir sem störfuðu að einhverju leyti allt árið, enn fremur að kirkjuþing hefði sína eigin stjórnsýslu til þess að undirbúa störf þingsins og til þess að koma samþykktum þess í framkvæmd. Biskup Íslands ætti að vísu sæti á kirkjuþingi en tæki þar eigi formlegan þátt í afgreiðslu mála. Honum væri hins vegar heimilt að taka til máls hvenær sem væri og þyrfti ekki að skrá sig á mælendaskrá. Enn fremur hefði hann rétt til að tilnefna ákveðinn fjölda þingfulltrúa. Með þessu yrði komið í veg fyrir að biskup yrði eins konar framkvæmdastjóri kirkjuþings sem lyti ákvörðunum og samþykktum þess og gæti jafnvel orðið í minni hluta við atkvæðagreiðslur. Hann gæti þá fremur en nú er helgað sig andlegu leiðtogahlutverki biskups eins og það hefur víða mótast í lúterskri kirkjuhefð. Nefndin varð hins vegar ásátt um að bera þessa tillögu ekki fram í frumvarpsformi heldur láta nægja að benda á hana og minna á að sú skipan mála væri viðtekin í lúterskum kirkjum í sumum grannlöndum okkar.
Nefnd sú, sem skipuð var af kirkjumálaráðherra í júlí 1996, ákvað að ganga að nokkru til móts við þau sjónarmið sem að framan eru reifuð. Lagt er til að biskup Íslands verði ekki forseti kirkjuþings og hafi einungis málfrelsi og tillögurétt á kirkjuþingi. Kirkjuþing kjósi sér hins vegar sérstakan forseta, til fjögurra ára. Nefndin taldi hins vegar ekki rétt að ganga lengra til að byrja með, en leyfa kirkjuþingi, í breyttri mynd, að móta starf sitt á næstu árum og gera því ekki ítarlegar tillögur í frumvarpinu um einstaka starfsþætti þess.
Um 21. gr.
Um 22. gr.
Um 23. gr.
Um 24. gr.
Um 25. og 26. gr.
Í 26. gr. kemur fram að kirkjuráð í samráði við forseta kirkjuþings undirbúi fundi kirkjuþings og fylgi eftir samþykktum þess. Með þessu er gert ráð fyrir að kirkjuþing, í þessu tilviki forseti þess, beri ásamt kirkjuráði ábyrgð á undirbúningi kirkjuþings og því að fylgja eftir samþykktum þingsins.
Um 27. gr.
Um 28.–31. gr.
Um 32. gr.
Um 33. gr.
Í 2. málsl. er skilgreining á sóknarprestsembættinu samkvæmt guðfræðilegri og kirkjuréttarlegri hefð.
Um 34. gr.
Um 35. gr.
Um 36. gr.
Um 37. gr.
Í 3. og 4. mgr. er nýmæli um svonefnda stöðunefnd, þ.e. fastanefnd, sem sé biskupi Íslands til ráðgjafar um hæfi kandídata til prestsþjónustu, og er hér um nýmæli að ræða. Hennar hlutverk er einnig að meta hverjir umsækjenda um prestsembætti teljist hæfastir og raða þremur hæfustu umsækjendunum í röð þannig að í fyrsta sæti ráðist sá hæfasti og þannig koll af kolli, með hliðsjón af menntun umsækjenda, framhaldsnámi, starfsferli og öðrum atriðum sem nefndin telur máli skipta.
Um 38. gr.
Um 39. gr.
Um 40. gr.
Um 41. gr.
Um 42. gr.
Um 43. gr.
Um 44. gr.
Um 45. gr.
Um 46. gr.
Um 47. gr.
Um 48. gr.
Um 49. gr.
Um 50. gr.
Um 51. gr.
Um 52.–57. gr.
Um 58. gr.
Um 59. gr.
Um 60. gr.
Um 61. gr.
Um 62. gr.
Í ákvæði þessu er einungis gefin höfuðstefna, en nánari ákvæði um réttarstöðu starfsmanna íslensku þjóðkirkjunnar verður síðan að setja í starfsreglur skv. 60. gr.
Um 63. gr.
Um 64. gr.
Um 65. gr.
Fylgiskjal I.
Frásögn af fundi nefnda ríkis og kirkju um kirkjujarðir
í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 10. janúar 1997.
Mættir eru af hálfu ríkisins Þorsteinn Geirsson, Halldór Árnason, Sveinbjörn Dagfinnsson, Hjalti Zóphóníasson og Stefán Eiríksson. Af hálfu kirkjunnar eru mættir Þorbjörn Hlynur Árnason, Þórir Stephensen og Halldór Gunnarsson.
Þorsteinn Geirsson setti fundinn. Fyrir fundinum liggja eftirfarandi drög að samkomulagi:
..........
Íslenska ríkið og þjóðkirkjan gera með sér eftirfarandi
samkomulag
um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar:
1. gr.
2. gr.
3. gr.
2. Fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við íbúaskrá þjóðskrár 1. desember 1996 skuldbindur ríkið sig til að greiða laun 1 prests til viðbótar því sem greinir í b-lið 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við íbúaskrá þjóðskrár 1. desember 1996 lækkar talan í b-lið 1. mgr. um 1. Sama á við um frekari fækkun.
3. Fjölgi prestum um 10, sbr. það sem greinir í 1. mgr., skuldbindur ríkið sig til að greiða laun 1 starfsmanns biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í c-lið 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki prestum um 10, sbr. það sem greinir í 2. mgr., lækkar talan í c-lið 1. mgr. um 1. Sama á við um frekari fækkun.
4. Um ráðningar þeirra sem nefndir eru í 1. mgr. fer eftir gildandi lögum á hverjum tíma.
5. Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer eftir lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með áorðnum breytingum, eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með áorðnum breytingum, eftir því sem við getur átt.
6. Greiðslur til Kristnisjóðs vegna seldra kirkjujarða falla niður. Þó skal ríkissjóður greiða árlega, næstu 8 ár, upphæð er svarar til fastra árslauna 1 sóknarprests.
4. gr.
5. gr.
..........
Til skýringar vilja fundarmenn taka fram að með kirkjujörðum er í samkomulagi þessu átt við jarðeignir sem kirkjur hafa átt og eigi hafa verið seldar frá þeim með lögmætri heimild eða gengið undan þeim með öðrum sambærilegum hætti, og hafa verið í umsjón ríkisins frá árinu 1907, sbr. lög nr. 46/1907, um laun sóknarpresta, og lög nr. 50/1907, um sölu kirkjujarða, og Álitsgerð kirkjueignanefndar 1984. Með orðalaginu „og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja“ er m.a. átt við kirknaítök, réttindi á afréttum o.fl. sem fylgir og fylgja ber umræddum jörðum í hverju tilviki.
Undir þetta samkomulag falla ekki eftirtaldar jarðeignir:
Viðræðunefnd kirkjunnar óskar eftir því að viðræðunefndirnar starfi áfram og fjalli sameiginlega um eignar- og réttarstöðu þjóðkirkjunnar í heild sinni.
Í samkomulaginu er fyrirvari um samþykki ríkisstjórnar og kirkjuþings, svo og Alþingis, á frumvarpi til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Frumvarpið og samkomulag þetta verður lagt fyrir ríkisstjórn 14. janúar nk. og fyrir kirkjuþing sem hefst 21. janúar nk. Í frumvarpinu eru ákvæði sem tryggja efnisatriði þessa samkomulags. Kirkjumálaráðherra gerir ráð fyrir að leggja frumvarpið fram á Alþingi á yfirstandandi þingi, að fengnu samþykki ríkisstjórnar og kirkjuþings á þessu samkomulagi.
Fundarmenn eru sammála um framangreind drög, og rita nöfn sín því til staðfestingar undir fundargerð þessa.
Reykjavík, 10. jan. 1997.
Þorsteinn Geirsson.
Halldór Árnason.
Sveinbjörn Dagfinnsson.
Hjalti Zóphóníasson.
Stefán Eiríksson.
Þorbjörn Hlynur Árnason.
Halldór Gunnarsson.
Þórir Stephensen.
Fylgiskjal II.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar.
Frumvarp þetta er samið af nefnd sem falið var að endurskoða frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar sem lagt var fram á 118. löggjafarþingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. Frumvarpið felur í sér verulega breytingu á stjórn kirkjunnar. Gert er ráð fyrir að draga úr lagaákvæðum sem lúta að stjórn kirkjunnar en í stað þess setji kirkjuþing starfsreglur fyrir ýmsa þætti í starfsemi hinnar íslensku þjóðkirkju. Frumvarpið er að hluta til byggt á samkomulagi sem íslenska ríkið og þjóðkirkjan hafa gert um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar.
Að mati fjármálaráðuneytis gætu eftirfarandi þættir frumvarpsins haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs:
Óljóst er hvernig skuli farið með önnur rekstrargjöld biskupsstofu en laun. Fjármálaráðuneytið telur að framlög ríkisins vegna þessa gjaldaliðar þurfi að skýra og ítrekar ábendingu um að samið verði um hvernig skuli áætla og fara með önnur rekstrargjöld, sbr. umfjöllun um 1. tölul. hér að framan.
Að öllu samanlögðu, að gefnum framangreindum forsendum, er talið að útgjöld ríkissjóðs muni hækka um 6–8 m.kr. á fyrsta ári eftir gildistöku laganna verði frumvarpið óbreytt að lögum, sbr. töflu hér á eftir. Eftir átta ár lækkar framlagið sem nemur einum prestslaunum en þá lýkur þeirri greiðslu ríkissjóðs í Kristnisjóð sem er hluti af samkomulagi milli ríkis og kirkju, sbr. 4. tölul. hér að framan. Þá munu útgjöld aukast um 2,5 m.kr. á um það bil þriggja ára fresti fjölgi meðlimum kirkjunnar með sama hætti og verið hefur undanfarin ár.
Lágmark
Hámark
Rétt er að geta þess að umsögnin tekur eingöngu til breytingar á útgjöldum ríkissjóðs en ljóst er að verði frumvarpið óbreytt að lögum kemur það til með að hafa breytingar í för með sér í útgjöldum þjóðkirkjunnar. Sem dæmi má nefna fjölgun nefnda kirkjunnar sem er getið í 2. tölul. hér að framan. Einnig má benda á að forseti kirkjuþings verður ekki biskup eins og nú er heldur leikmaður og má gera ráð fyrir kostnaði af störfum hans, t.d. ferðakostnaði og dagpeningum, búi hann utan höfuðborgarsvæðisins. Að lokum má ætla að mikil vinna verði við að móta breyttar starfsreglur kirkjunnar og að sú vinna leiði til tímabundins kostnaðarauka.
Að lokum skal áréttað að þó svo að ýmis atriði fjármálalegra samskipta ríkis og kirkju séu gerð skýrari með þessu frumvarpi eru enn nokkur atriði sem þarf að greina enn frekar til þess að gerlegt sé að meta kostnaðaráhrif frumvarpsins sem skyldi.