Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 175 . mál.


562. Frávísunartillaga



í málinu: Frv. til l. um breyt. á l. nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.

Frá 2. minni hluta iðnaðarnefndar (SvG).



    Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin hefji á ný samningaviðræður við sameigendur sína að Landsvirkjun í þeim tilgangi að ná samkomulagi um nýja skipan arðgreiðslna sem byggist á því að arður af fyrirtækinu gangi til allra landsmanna um leið og verðjöfnunarstefna Landsvirkjunar verði tryggð til frambúðar. Þá verði þess freistað að ná nýjum samningum við Reykjavíkurborg og Hitaveitu Suðurnesja um framkvæmd þessarar stefnu. Samningum samkvæmt þessu ákvæði skal lokið fyrir 30. apríl og verði niðurstaða þeirra þá lögð fyrir Alþingi. Því samþykkir Alþingi að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.