Ferill 346. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 346 . mál.


618. Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992, með síðari breytingu.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)1. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: ráðherra.

2. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Ráðherra.

3. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. og 2. mgr. 8. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1994, kemur: Ráðherra.

4. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 11. gr. laganna kemur: Ráðherra.

5. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 23. gr. laganna kemur: Ráðherra.

6. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

7. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1997.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að mál er varða brunavarnir og Brunamálastofnun ríkisins flytjist frá félagsmálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis og er frumvarp þetta flutt í samræmi við þá ákvörðun.
    Ákvörðun þessa má rekja til þess að í júní 1995 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir að Hagsýsla ríkisins gerði úttekt á málefnum Brunamálastofnunar ríkisins og var skýrslu um hana skilað í september sama ár. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ástæða sé til „að endurmeta starfsemi stofnunarinnar og fyrirkomulag bygginga- og brunamála í heild sinni einkum vegna skörunar á viðfangsefnum við önnur yfirvöld“. Jafnframt var bent á náin tengsl byggingar-, skipulags- og brunamála og að sameining laga á þessu sviði myndi leiða til hagræðis fyrir byggingariðnaðinn auk þess að gera stjórnsýslu skilvirkari.
    Í ljósi þessara og annarra ábendinga Hagsýslunnar þykir eðlilegt að flytja yfirstjórn málaflokksins til þess ráðuneytis er fer með skipulags- og byggingarmál og getur þá endurskoðun laga um brunavarnir og brunamál farið fram á vegum þess ráðuneytis án þess að nánari afstaða sé á þessu stigi tekin til skýrslunnar.
    Að auki liggur fyrir að ýmsir aðilar er þessum málum tengjast, þ. á m. brunamálastjóri og Landssamband slökkviliðsmanna, hafa lýst sig meðmælta flutningi málaflokksins til umhverfisráðuneytis.Fylgiskjal I.

Drög


Reglugerð


um breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands.1. gr.

    3. tölul. A-liðar 4. gr. reglugerðarinnar falli brott og breytist töluröð síðari töluliða sama stafliðar til samræmis við það.

2. gr.

    3. tölul. 13. gr., sbr. 3. gr. auglýsingar um staðfestingu á reglugerð um breytingu á reglugerð þessari nr. 77/1990, taki svofelldum breytingum:
    Á eftir orðinu „Skipulags- og byggingarmál,“ komi: brunavarnir.
    Á eftir orðinu „skipulagsstjórn“ komi: Brunamálastofnun ríkisins.

3. gr.

    Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 8. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, öðlast gildi 1. júlí 1997.
Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um


brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992, með síðari breytingu.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að Brunamálastofnun ríkisins flytjist úr verkefnaflokki félagsmálaráðherra til umhverfisráðherra. Ekki er talið að bæta þurfi við fjárveitingar til aðalskrifstofu umhverfisráðuneytis af þessum sökum, né muni heldur draga úr verkefnum félagsmálaráðuneytis að einhverju marki. Því verður ekki séð að þessi breyting hafi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.