Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 254 . mál.


636. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 66/1995, um grunnskóla, með áorðnum breytingum.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórunni J. Hafstein og Hrólf Kjartansson frá menntamálaráðuneytinu og Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Í frumvarpinu er lagt til að sveitarstjórnir greiði 1,3% af dagvinnulaunum í námsleyfasjóð kennara í stað 1% samkvæmt gildandi lögum. Breyting þessi er nauðsynleg til að tryggja óbreytta möguleika kennara og skólastjórnenda til námsleyfa vegna viðbótarnáms og endurmenntunar eftir flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, en að jafnaði hefur verið unnt að veita 30 námsleyfi á ári.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Ólafur Örn Haraldsson og Árni Johnsen voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 17. febr. 1997.Sigríður A. Þórðardóttir,

Svanfríður Jónasdóttir.

Hjálmar Árnason.


form., frsm.Tómas Ingi Olrich.

Sigríður Jóhannesdóttir.

Arnbjörg Sveinsdóttir.Guðný Guðbjörnsdóttir.Prentað upp.