Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 239 . mál.


675. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 24. febr.)



1. gr.

    Í stað 1.–3. málsl. 2. mgr. 86. gr. laganna kemur: Ríkið rekur rannsókna- og ráðgjafarstofnun í veiðimálum er nefnist Veiðimálastofnun. Ráðherra skipar framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn, að fenginni umsögn stjórnar Veiðimálastofnunar. Framkvæmdastjóri skal hafa viðhlítandi háskólamenntun og þekkingu á starfseminni. Hann hefur á hendi daglega stjórn stofnunarinnar og ber ábyrgð á framkvæmd mótaðrar stefnu og fjárhagsafkomu. Hann ræður annað starfsfólk.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.