Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 218 . mál.


696. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1996, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
    Frumvarpið felur í sér að ákvæði laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna eru löguð að ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið þannig að ákvæði 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laganna um að ekki þurfi að afla leyfis dómsmálaráðherra til réttinda yfir fasteign taki til þeirra sem njóta réttar samkvæmt reglum samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga, auk reglna um frjálsa fólksflutninga, staðfesturétt og þjónustustarfsemi. Fylgir frumvarp þetta í kjölfar breytingar á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri er samþykkt var á 120. löggjafarþingi.
    Aldursár laganna misritaðist í tölvuvinnslu og er eftirfarandi breyting á heiti frumvarpsins því lögð til.
    Mælir nefndin með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað ártalsins „1996“ í heiti frumvarpsins komi: 1966.

Alþingi, 4. mars 1997.



Sólveig Pétursdóttir,

Jón Kristjánsson.

Jóhanna Sigurðardóttir.


form., frsm.



Árni R. Árnason.

Svanhildur Kaaber.

Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.