Ferill 346. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 346 . mál.


738. Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992, með síðari breytingu.

(Eftir 2. umr., 11. mars.)1. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Ráðherra.

2. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Ráðherra.

3. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. og 2. mgr. 8. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1994, kemur: Ráðherra.

4. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. og 2. málsl. 11. gr. laganna kemur: ráðherra.

5. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 23. gr. laganna kemur: Ráðherra.

6. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

7. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1997.