Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 459 . mál.


773. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hlutafjáreign ríkisbankanna.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



    Í hvaða fyrirtækjum hafa ríkisbankarnir keypt hlutabréf á síðustu fimm árum? Hvert var kaupverðið í hverju einstöku tilviki?
    Hversu mikinn arð hafa bankarnir fengið af þessu hlutafé? — Svar óskast sundurliðað eftir einstökum fyrirtækjum.
    Í hvaða fyrirtækjum eiga bankarnir nú hlutafé? Hvert er nafnverð þeirra og bókfært verðmæti? Hversu stór hlutur er það af heildarhlutafé viðkomandi fyrirtækis?
    Hver var ávöxtun hlutafjár í eigu ríkisbankanna á síðasta ári?


Skriflegt svar óskast.