Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 461 . mál.


775. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, með síðari breytingum.

Flm.: Guðmundur Árni Stefánsson.



1. gr.


    Við 1. mgr. 64. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Hafi þau samnýtt persónuafslátt þannig að annar makinn hefur nýtt persónuafslátt hins á staðgreiðsluárinu, skal telja þannig nýttan persónuafslátt þeim fyrrnefnda til góða, en skerða persónuafslátt hins síðarnefnda sem því nemur. Gera skal sérstaka grein fyrir þessari nýtingu með framtali að staðgreiðsluári liðnu.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp það sem hér er lagt fram miðar að því að lagfæra vankanta á því ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt sem lýtur að samnýtingu skattkorta.