Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 472 . mál.


799. Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

Frá Pétri H. Blöndal.    Hver á sameignarsjóð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands? — Svar um eignarhluti (%) óskast sundurgreint eftir sveitarfélögum.
    Hvað hefur sameignarsjóður Eignarhaldsfélagsins BÍ vaxið mikið á hverju ári frá stofnun vegna
         
    
    ávöxtunar,
         
    
    andláts einstaklinga og slits lögaðila?
    Hvert er eigið fé sameignarsjóðs Eignarhaldsfélagsins BÍ um hver áramót frá stofnun?
    Hvert er eigið fé Eignarhaldsfélagsins BÍ um síðustu áramót?
    Hverjir eru eigendur Eignarhaldsfélagsins BÍ? — Svar um fjölda og eignarhluta (%) óskast sundurgreint eftir sveitarfélögum.
    Hafa eigendur fengið greiddan arð? Hvernig og hvenær geta þeir nálgast eign sína?


Skriflegt svar óskast.