Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 529 . mál.


881. Frumvarp til fjáraukalaga



fyrir árið 1996, sbr. lög nr. 165/1996.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)



1. gr.

    Samkvæmt niðurstöðum greiðsluuppgjörs ríkissjóðs 1996 verða eftirtaldar breytingar á greiðsluyfirliti A-hluta ríkissjóðs 1996 frá 1. gr. fjárlaga fyrir árið 1996, sbr. lög nr. 165/1996:

Greiðsluyfirlit ríkissjóðs


Þús. kr.

Þús. kr.


Rekstrarreikningur

Tekjur
545 000
    Tekjuskattar
144 000
    Tryggingagjöld, launaskattar
52 000
    Eignaskattar
133 000
    Skattar á vörur og þjónustu
366 000
    Vaxtatekjur
-483 000
    Aðrar tekjur
333 000

Gjöld
- 1 441 500
    Samneysla
227 500
         Rekstrargjöld
202 800
         Viðhald
74 700
    Neyslu- og rekstrartilfærslur
-683 000
    Vaxtagjöld
-68 000
    Fjárfesting
-968 000
........

Gjöld umfram tekjur
- 1 986 500

Lánahreyfingar

    Veitt lán, nettó
-1 661 000
    Hluta- og stofnfjárframlög
-92 000
    Viðskiptareikningar
46 000
........

Hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
- 3 693 500
........

    Afborganir af teknum lánum
-10 000
........

Heildarlánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
- 3 703 500
    Lántökur
-3 705 000
........

Greiðslujöfnuður, sjóðsbreyting
- 1 500


2. gr.


    Leitað er eftir heimild til greiðslu gjalda til viðbótar ákvæðum 2. gr. fjárlaga fyrir árið 1996, sbr. 2. gr. laga nr. 165/1996:

Þús.kr.

Þús.kr.



00     Æðsta stjórn ríkisins     
7 592

01     Forsætisráðuneyti     
42 750

02     Menntamálaráðuneyti     
680 272

03     Utanríkisráðuneyti     
72 343

04     Landbúnaðarráðuneyti     
268 499

05     Sjávarútvegsráðuneyti     
26 638

06     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
161 744

07     Félagsmálaráðuneyti     
103 401

08     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti     
498 999

09     Fjármálaráðuneyti     
263 483

10     Samgönguráðuneyti     
40 606

11     Iðnaðarráðuneyti     
47 801

12     Viðskiptaráðuneyti     
10 572

13     Hagstofa Íslands     
7 811

14     Umhverfisráðuneyti     
56 232

........

    
Samtals öll ráðuneyti
2 288 743


3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur



    Með frumvarpi þessu eru niðurstöðutölur ríkissjóðs fyrir árið 1996 lagðar fyrir Alþingi. Gerð er grein fyrir óhöfnum fjárveitingum og greiðslum úr ríkissjóði umfram þær heimildir sem veittar voru af Alþingi í fjárlögum ársins 1996 og lögum nr. 165/1996, fyrri fjáraukalögum fyrir árið 1996.
    Í greinargerð með frumvarpi til fyrri fjáraukalaga ársins 1996 er fjallað um meginatriðin í framvindu ríkisfjármála á árinu 1996 og rakin helstu frávik tekna og gjalda frá fjárlögum. Þar koma einnig fram ítarlegar skýringar á nýjum fjárveitingum sem óskað var eftir til viðbótar við heimildir fjárlaga. Í febrúar sl. var Skýrsla um ríkisfjármál árið 1996 lögð fyrir Alþingi þar sem afkoma ríkissjóðs eftir greiðsluuppgjör er skýrð með samanburði við áform fjárlaga. Þar voru settar fram bráðabirgðatölur um hagræna skiptingu á útgjöldum ríkissjóðs sem nú hafa verið endurskoðaðar. Er vísað til þess rits varðandi nánari upplýsingar.
    Sú breyting er gerð í framsetningu á talnahluta þessa frumvarps miðað við fyrri ár að eingöngu er sótt um heimild til fjárveitinga umfram fjárlög og fyrri fjáraukalög ársins. Gagnstætt venju fyrri ára er niðurfelling óhafinna fjárveitinga ekki sett fram sérstaklega í frumvarpinu. Litið er svo á að í lagagreinum frumvarpsins þurfi ekki að tilgreina niðurfellingu óhafinna fjárveitinga í árslok þar sem fjárveitingar fjárlaga gilda einungis til eins árs í senn. Eftir sem áður kemur fram í greinargerð frumvarpsins og fylgiskjölum hvernig fyrirhugað er að hækka eða lækka fjárveitingar fjárlaga 1997 í fyrri fjáraukalögum þess árs með hliðsjón af óhöfnum fjárveitingum og umframgjöldum í lok ársins 1996.
    Eftirfarandi yfirlit sýnir fjárveitingar ársins 1996 í samanburði við niðurstöður:

Afkoma ríkissjóðs



Fjár-

Mismunur


Fjárlög

aukalög

Heimildir

Greiðslur

heimilda


1996

165/1996

alls 1996

1996

og greiðslna

    
Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tekjur     
120.865
6.325 127.190 127.735 545
Gjöld          
124.816
16.355 141.171 139.730 -1.441
Rekstrarafkoma     
-3.951
-10.030 -13.981 -11.995 1.986
Rekstrarafkoma án áhr. innköllunar     
-
-17 -3.968 -1.982 1.986

Veitt lán, nettó     
-850
2.470 1.620 -41 -1.661
Hluta- og stofnfjárframlög     
500
-200 300 209 -91
Viðskiptareikningar     
500
- 500 546 46
Hrein lánsfjárþörf     
4.101
12.300 16.401 12.709 -3.692

Lántökur, nettó     
4.140
12.310 16.450 12.755 -3.695
Innlend lántaka - afborganir     
-
- - 5.485 -
Erlend lántaka - afborganir     
-
- - 7.270 -

Greiðsluafkoma     
39
10 49 46 -3

    Halli á rekstri ríkissjóðs reyndist þannig vera tæplega 2 milljarðar króna á árinu 1996, eða um helmingi lægri en reiknað var með í fjárlögum. Er það í fyrsta sinn síðan á árinu 1984 sem rekstrarafkoman hefur verið svo hagstæð. Eru þá undanskildar vaxtagreiðslur að fjárhæð um 10 milljarðar króna, sem færðar voru til bókar á greiðslugrunni í kjölfar sérstakrar innköllunar á nokkrum stórum flokkum spariskírteina fyrir gjalddaga. Áætlað er að sú endurfjármögnun lækki vaxtagreiðslur ríkissjóðs alls um 2 milljarða króna á næstu þremur árum. Að þessari sérstöku aðgerð meðtalinni var hallinn 12 milljarðar króna á greiðslugrunni.
    Heildartekjur ríkissjóðs árið 1996 námu 127,7 milljörðum króna og voru rúmum hálfum milljarði króna hærri en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun fjármálaráðuneytisins sem fram kom í fyrri fjáraukalögum ársins 1996. Tekjuaukinn frá fjárlögum nam um 6,9 milljörðum króna og skýrist af betra efnahagsástandi en spáð hafði verið við setningu þeirra. Heildarútgjöld reyndust vera 129,7 milljarðar króna, án framangreindra vaxtaútgjalda af innkölluðum spariskírteinum, tæpum 1,5 milljarði króna undir heimildum fjárlaga og fjáraukalaga. Skýrist það í fyrsta lagi af nokkrum stórum liðum sem koma ekki til greiðslu fyrr en í ár, s.s. stofnkostnaður vegna framhaldsskóla og menningarstofnana og framlög til alþjóðlegrar hjálparstarfsemi og friðargæslu. Í öðru lagi reyndust nokkrir liðir hafa verið ofmetnir. Þar er einkum um að ræða lífeyrisgreiðslur, ríkisábyrgðir, árgjöld Íslands til alþjóðastofnana og útgjöld vegna grunnskóla.

     Óhafnar fjárveitingar og umframgjöld. Óhafnar fjárveitingar ráðuneyta námu alls 3.730 m.kr. í árslok 1996 en greiðslur umfram veittar heimildir 2.289 m.kr. Sótt er um heimildir fyrir umframgreiðslunum í þessu frumvarpi til síðari fjáraukalaga ársins 1996.
    Í fylgiskjali 1 er sýnd staða fjárheimilda í árslok 1996 og fyrirhuguð ráðstöfun þeirra með niðurfellingum eða yfirfærslum til ársins 1997. Eins og undanfarin ár koma yfirfærslurnar til ákvörðunar í fyrri fjáraukalögum ársins 1997 þegar gerðar verða ráðstafanir til lækkunar eða hækkunar á fjárheimildum gildandi fjárlaga með hliðsjón af frávikum liðins árs.
    Í fylgiskjali 2 eru sýnd sérstaklega þau umframgjöld og afgangsheimildir sem falla niður og ekki er fyrirhugað að draga frá eða bæta við fjárveitingar ársins 1997. Gert er ráð fyrir að óhafnar fjárveitingar sem falli niður verði alls 1.104 m.kr. og að umframgjöld ársins 1996 sem ekki komi til lækkunar á fjárheimildum 1997 nemi 737 m.kr.
    Fjárhæðirnar í fylgiskjölunum eru sundurgreindar eftir hagrænni skiptingu í rekstur, tilfærslur, viðhald og stofnkostnað.

    Í næstu töflu eru sýndar þær breytingar á gildandi fjárveitingum ráðuneyta sem fyrirhugað er að leggja til með frumvarpi að fyrri fjáraukalögum ársins 1997 vegna stöðu fjárheimilda í árslok 1996. Gert er ráð fyrir að heimildir til rekstrar verði auknar um 823 m.kr. á árinu 1997 vegna afgangsheimilda liðins ár en að rekstrarfjárveitingar skerðist á móti um 944 m.kr. vegna umframgjalda. Afgangur á tilfærsluframlögum sem gert er ráð fyrir að komi með sama hætti til viðbótar við gildandi fjárlög nemur 478 m.kr. Þá nema óhafnar fjárveitingar til viðhalds og stofnkostnaðar 715 m.kr. Þannig er fyrirhugað að hrein aukning nýrra heimilda umfram skerðingu nemi 1.074 m.kr. á árinu 1997 vegna þessara ráðstafana.

Breytingar framlaga 1997 vegna óhafinna fjárveitinga og umframgjalda 1996



Rekstur

Rekstur

Tilfærslur

Stofnkostn.


Umframgj.

Óhafið

flutt

fluttur

flutt

og viðhald

    

1996

1996

umframgj.

afgangur

staða

flutt staða


Greiðslugrunnur

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



00 Æðsta stjórn ríkisins     
7.592
15.321 2.691 9.356 - -813
01 Forsætisráðuneyti     
42.750
47.795 2.649 9.254 6.526 26.091
02 Menntamálaráðuneyti     
680.272
903.719 321.575 219.464 139.897 290.794
03 Utanríkisráðuneyti     
72.343
295.653 18.925 1.183 200.270 2.746
04 Landbúnaðarráðuneyti     
268.499
134.801 48.008 35.439 -130.542 -23.800
05 Sjávarútvegsráðuneyti     
26.638
93.949 15.792 43.589 12.029 24.500
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
161.744
220.838 104.965 134.462 6.646 -7.923
07 Félagsmálaráðuneyti     
103.401
258.628 66.946 89.527 69.259 22.397
08 Heilbr.- og tryggingamálaráðuneyti     
498.999
620.333 268.518 89.072 13.019 199.768
09 Fjármálaráðuneyti     
263.483
859.030 13.798 107.379 68.504 170.504
10 Samgönguráðuneyti     
40.606
127.956 7.242 20.640 70.958 -9.504
11 Iðnaðarráðuneyti     
47.801
79.273 12.739 25.986 20.928 1.500
12 Viðskiptaráðuneyti     
10.572
5.575 8.922 4.595 -670 -
13 Hagstofa Íslands     
7.811
11.824 - 10.524 1.300 -7.811
14 Umhverfisráðuneyti     
56.232
55.535 50.809 22.972 371 26.769

Samtals     
2.288.743 3.730.230 943.579 823.442 478.495 715.218



Nánari skýringar um einstök ráðuneyti, sbr. fylgiskjöl 1 og 2



00 Æðsta stjórn ríkisins


    Greiðslur til æðstu stjórnar ríkisins voru 7,7 m.kr. lægri en fjárveitingar í fjárlögum og fjáraukalögum. Leitað er eftir viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 7,6 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 15,3 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að umframgjöld að fjárhæð 4,1 m.kr. vegna opinberra heimsókna komi ekki til lækkunar á fjárveitingum ársins 1997 þar sem forsetaskipti urðu á árinu. Hins vegar er fyrirhugað að fjárveitingar í gildandi fjárlögum skerðist sem nemur öðrum umframgjöldum með fyrri fjáraukalögum yfirstandandi árs, en þar er um að ræða 2,4 m.kr. rekstrarhalla hjá embætti forseta Íslands og 0,3 m.kr. hjá Alþingi.
    Miðað er við að 5,1 m.kr. af óhöfnum fjárveitingum falli niður á fjárlagalið ríkisstjórnarinnar og 0,9 m.kr. hjá Hæstarétti, en launakostnaður reyndist í báðum tilvikum vera lægri en áætlað var í fjárlögum. Af óhöfnum fjárveitingum sem gert er ráð fyrir að bætist við fjárveitingar í ár vega þyngst 8,2 m.kr. hjá Ríkisendurskoðun, sem er svipaður afgangur og undanfarin ár.

01 Forsætisráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 5 m.kr. lægri en fjárveitingar. Farið er fram á viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 43 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 47,8 m.kr.
    Fyrirhugað er að fella niður 39,4 m.kr. af umframgjöldum ráðuneytisins vegna uppsafnaðs rekstrarhalla á embætti Húsameistara ríkisins sem lagt hefur verið niður. Ráðgert er að rekstrarafjárveitingar annarra liða í ár verði lækkaðar sem nemur umframgjöldum þeirra á liðnu ári, alls að fjárhæð 3,4 m.kr.
     Miðað er við að 5,2 m.kr. óhafið tilfærsluframlag til skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar falli niður þar sem hlutur Íslands í starfsemi Norðurlandaráðs varð lægri en áætlað var í fjárlögum. Sótt verður um framlög sem samsvara öðrum afgangsheimildum, samtals að fjárhæð 42,6 m.kr., í fyrri fjáraukalögum ársins 1997. Þyngst vegur 26,8 m.kr. afgangur á viðhaldsheimildum, sem að stærstum hluta er vegna endurnýjunar á Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Óhafið ráðstöfunarfé ráðuneytisins nam 5 m.kr. Þá námu afgangsheimildir til rekstrar alls 9,3 m.kr. Þar af renna 4,9 m.kr. til aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins og ýmissa verkefna hennar og 4,3 m.kr. til reksturs skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar.

02 Menntamálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 223,4 m.kr. lægri en fjárveitingar. Óskað er eftir viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 680,3 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 903,7 m.kr.
    Fyrirhugað er að umframgjöld grunnskóla að fjárhæð 196,7 m.kr. komi ekki til skerðingar á fjárveitingum í ár þar sem hlutaðeigandi grunnskólaverkefni voru flutt til sveitarfélaga 1. ágúst 1996. Einnig er gert ráð fyrir að 6,4 m.kr. umframgjöld Safnahússins við Hverfisgötu falli niður þar sem rekstur hússins var fluttur undir forsætisráðuneytið í ársbyrjun 1997. Önnur umframgjöld námu alls 477,1 m.kr. og er fyrirhugað að þau komi til lækkunar á framlögum í fjárlögum 1997. Stærstur hluti þeirra er vegna rekstrarkostnaðar stofnana, eða samtals 312,6 m.kr. Þar af eru 188,1 m.kr. vegna framhaldsskóla, 70,1 m.kr. vegna háskóla og rannsókna og 63,4 m.kr. vegna safna og listastofnana. Af einstökum stofnunum voru greiðslur umfram rekstrarframlög mestar hjá Háskóla Íslands, 47,8 m.kr., en um helmingur fjárhæðarinnar skýrist með því að sértekjur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands skila sér síðar en gert var ráð fyrir. Aðrir fjárlagaliðir með miklar greiðslur umfram rekstrarframlög voru almennur liður framhaldsskóla með 41,7 m.kr., einkum vegna sveinsprófa og óskipts liðar, Menntaskólinn við Hamrahlíð með 23 m.kr. og Tækniskóli Íslands með 16 m.kr. Umframgreiðslur í rekstri Kvikmyndasjóðs Íslands námu 41,8 m.kr. en á móti kemur 21,9 m.kr. afgangur á tilfærslulið. Ákveðið var að flýta framkvæmdum Kvikmyndasafns og leggja út fyrir kynningarkostnaði sem fæst endurgreiddur á yfirstandandi ári. Þá falla 56,2 m.kr. af umframgjöldum ráðuneytisins undir tilfærsluframlög en þar eru hæstu fjárhæðirnar 21,4 m.kr. vegna jöfnunar námskostnaðar og 12,7 m.kr. vegna ýmissa fræðistarfa. Loks eru umframgjöld vegna viðhalds og stofnkostnaðar að fjárhæð 99,3 m.kr., sem skýrast að mestu af viðhaldi framhaldsskóla, 61,7 m.kr., og tækjakaupum Iðnskólans í Reykjavík, 32,3 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að óhafnar fjárveitingar hjá grunnskólum að fjárhæð 98 m.kr. falli niður þar sem starfsemin hefur verið færð til sveitarfélaga. Fyrirhugað er að aðrar óhafnar fjárveitingar í árslok 1996, samtals að fjárhæð 805,7 m.kr., verði veittar að nýju í fjáraukalögum 1997. Tæplega helmingur afgangsheimildanna, eða 390,1 m.kr., fellur undir viðhald og stofnkostnað. Þar eru stærstu fjárhæðirnar 202 m.kr. vegna framhaldsskóla og 143,5 m.kr. vegna menningarstofnana. Afgangur á rekstrarheimildum nam 219,5 m.kr. Af þeirri fjárhæð eru 157,5 m.kr. vegna framhaldsskóla, en þar af eru 67,2 m.kr. á óskiptum lið skólanna vegna námskrárgerðar, sérkennslu, kennslueftirlits, flugvirkjanáms o.fl. Þá var 36,8 m.kr. afgangur á fjárlagaliðnum grunnskólar, óskipt, vegna verkefna sem verða áfram hjá ríkinu. Óhafin tilfærsluframlög námu 196,1 m.kr. Mest munar um 70,6 m.kr. sem ætlaðar voru til listasjóða, 30,5 m.kr. í styrki til listastarfsemi og 18,9 m.kr. til alþjóðlegra samskipta.


03 Utanríkisráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 223,3 m.kr. lægri en fjárveitingar. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 72,3 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 295,7 m.kr.
    Fyrirhugað er að umframgjöld í rekstri aðalskrifstofu að fjárhæð 37 m.kr. komi ekki til skerðingar á fjárveitingum í ár. Sama gildir um 12 m.kr. umframgreiðslur til alþjóðastofnana og friðargæsluverkefna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Umframgjöld sem áformað er að komi til lækkunar á fjárveitingum annarra liða í ár nema alls 23,3 m.kr. Þar af eru 18,9 m.kr. rekstrargjöld, sem skiptast í 9,6 m.kr. hjá embætti Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og 9,3 m.kr. hjá sendiráðum og fastanefndum. Þá var stofnkostnaður hjá embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli 3,4 m.kr. meiri en fjárheimildir.
    Gert er ráð fyrir að 87 m.kr. af óhöfnum fjárveitingum falli niður. Skýrist það af því að greiðslur til ýmissa alþjóðastofnana reyndust vera lægri en áætlað var í fjárlögum. Þar bera hæst 42,7 m.kr. afgangur á framlagi til Atlantshafsbandalagsins og 33,1 m.kr. til ýmissa friðargæsluverkefna Sameinuðu þjóðanna. Aðrar afgangsheimildir er fyrirhugað að bæta við fjárveitingar í gildandi fjárlögum og nema þær alls 208,6 m.kr. Þar er einkum um að ræða tilfærsluframlög, sem skiptast þannig að 61,3 m.kr. eiga að renna til aðstoðar á svæðum Palestínumanna í Ísrael, 42,2 m.kr. til aðstoðar við Bosníu-Herzegóvínu, 22,1 m.kr. til friðargæslu á Balkanskaga og 38,2 m.kr. til Þróunaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Þá nam óhafin fjárveiting til framkvæmda við sendiráð 6,1 m.kr.

04 Landbúnaðarráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 133,7 m.kr. hærri en fjárveitingar. Farið er fram á viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 268,5 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 134,8 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að öll umframgjöld ráðuneytisins á liðnu ári komi til lækkunar á fjárveitingum í fjárlögum 1997. Stærstur hluti þeirra, eða 163,3 m.kr., stafar af greiðslum vegna afsetningar birgða í sauðfjárframleiðslu. Þá varð halli á ýmsum rekstrarliðum ráðuneytisins sem alls nam 48 m.kr. Hæstu fjárhæðirnar voru 13,4 m.kr. hjá Skógrækt ríkisins, 10,6 m.kr. hjá Bændaskólanum á Hvanneyri og 8,2 m.kr. hjá embætti yfirdýralæknis. Loks voru umframgreiðslur vegna viðhalds- og stofnkostnaðar 43,5 m.kr. Þar af voru 25,3 m.kr. vegna framkvæmda hjá Bændaskólanum á Hólum, sem fékk leyfi til að flýta framkvæmdum þar sem veitt er framlag til þeirra í fjárlögum 1997, en 14,1 m.kr. af frávikinu voru vegna Garðyrkjuskóla ríkisins.
    Fyrirhugað er að óhafnar fjárveitingar í árslok 1996 sem nema 33,2 m.kr. falli niður. Þar er svo til eingöngu um að ræða afgang á samningsbundnum beinum greiðslum til bænda vegna mjólkurframleiðslu. Aðrar afgangsheimildir er ráðgert að veita að nýju í fjáraukalögum 1997 og nema þær 101,6 m.kr. Þar af eru 22,5 m.kr. tilfærsluframlag vegna niðurgreiðslu á ull og gærum, 21,6 m.kr. bótagreiðslur vegna riðuveiki, 12,7 m.kr. rekstrarafgangur hjá Garðyrkjuskóla ríkisins og 9 m.kr. óhafnar fjárveitingar til viðhalds og stofnkostnaðar hjá Skógrækt ríkisins en önnur frávik eru lægri.

05 Sjávarútvegsráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 67,3 m.kr. lægri en fjárveitingar. Sótt er um 26,6 m.kr. viðbótarheimild vegna umframgjalda en óhafnar fjárveitingar námu 93,9 m.kr.
    Áformað er að 3,8 m.kr. umframgreiðslur vegna verktakasamninga til upplýsingaöflunar á vegum yfirstjórnar ráðuneytis falli niður. Önnur umframgjöld skerða framlög þessa árs sem nemur 22,8 m.kr. Eru þar helst umframgjöld í rekstri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, 12,5 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að 6,8 m.kr. af óhöfnum fjárveitingum falli niður, en þar er um að ræða afgang á framlögum til ýmissa nefnda á vegum ráðuneytisins. Aðrar afgangsheimildir sem fyrirhugað er að komi til viðbótar fjárveitingum gildandi fjárlaga nema alls 87,1 m.kr. og má þar nefna 19,8 m.kr. hjá Hafrannsóknastofnuninni og 20,8 m.kr. til ýmissa verkefna á vegum yfirstjórnar ráðuneytisins. Óhafnar tilfærslur sem færast til ársins 1997 nema 13,5 m.kr. og eru það aðallega framlög til ýmissa verkefna á vegum yfirstjórnar ráðuneytisins. Þá voru 30,1 m.kr. afgangs af viðhalds- og stofnkostnaðarheimildum ráðuneytisins, sem skiptast þannig að 12,4 m.kr. eru vegna Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, 9,5 vegna ýmissa verkefna á vegum yfirstjórnar ráðuneytisins og 5,1 m.kr. vegna Hafrannsóknastofnunarinnar.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 59,1 m.kr. lægri en fjárveitingar. Leitað er eftir 161,7 m.kr. viðbótarheimild vegna umframgjalda en óhafnar fjárveitingar voru 220,8 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að umframgjöld að fjárhæð 25 m.kr. falli niður og komi ekki til skerðingar á fjárveitingum ársins 1997. Þau skýrast nær öll af ófyrirséðum kostnaði í tengslum við lög um aukatekjur ríkissjóðs sem er færður á lið fyrir ýmsan rekstrarkostnað sýslumanna. Umframgjöld sem ráðgert er að komi til lækkunar á fjárveitingum annarra liða í ár nema 136,8 m.kr. og eru að mestu vegna rekstrarhalla stofnana. Hæstu fjárhæðirnar eru 19,1 m.kr. hjá sýslumanninum á Akranesi, en rekstur embættisins hefur um árabil verið umfram fjárlög, 13,5 m.kr. hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem má að mestu að rekja til aukinna launagjalda. Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta er 11,9 m.kr. umfram fjárheimild en það má m.a. rekja til aukinnar vegabréfaútgáfu eftir að ákveðið var að börn ættu að hafa eigin vegabréf í stað þess að vera skráð í bréf foreldra sinna. Þá voru umframgjöld nokkurra sýslumannsembætta meiri en 5 m.kr. og 13,4 m.kr. á lið fyrir yfirstjórn biskupsstofu. Loks varð viðhald og stofnkostnaður ráðuneytisins 30,5 m.kr. umfram heimildir. Þar af voru 20,1 m.kr. vegna smíði upplýsingakerfa sýslumanna.
    Fyrirhugað er að af óhöfnum fjárveitingum falli 55,8 m.kr. niður og bætist ekki við fjárveitingar gildandi fjárlaga. Skýrist það einkum af lögbundnum útgjaldaliðum, s.s. bótum brotaþola, 28,9 m.kr., málskostnaði í opinberum málum 16,2 m.kr., opinberri réttaraðstoð 6,7 m.kr. og kostnaði vegna meðdómsmanna 4,1 m.kr., en greiðslur af þessum fjárlagaliðum urðu lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Miðað er við að aðrar afgangsheimildir að fjárhæð 165 m.kr. verði veittar að nýju með fjáraukalögum ársins 1997. Af þeirri fjárhæð eru 134,5 m.kr. vegna rekstrarheimilda. Þar bera hæst 22,6 m.kr. á lið fyrir ýmis verkefni á vegum ráðuneytisins, einkum vegna örorkumatsnefndar þar sem tekjur til nefndarinnar skila sér áður en til útgjalda kemur. Þá var 13,2 m.kr. afgangur hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, en ekki var ráðið í allar lausar stöður hjá embættinu á síðasta ári, 12,2 m.kr. hjá Umferðarráði þar sem tekjur ráðsins urðu hærri en áætlað var í fjárlögum, aðallega vegna einkanúmera, 9 m.kr. hjá Stjórnartíðindum vegna hærri tekna en áætlað var, 9,2 m.kr. hjá lagasafni en tekjur og gjöld falla ekki alltaf til innan sama árs, 7,9 m.kr. vegna ofmats á launa- og rekstrarkostnaði presta. Auk þess varð afgangur á rekstrarheimildum nokkurra sýslumannsembætta. Óhafin tilfærsluframlög voru 8 m.kr. og eru nær öll vegna greiðslna til Neyðarsímsvörunar sem falla ekki til fyrr en á þessu ári. Loks varð 22,5 m.kr. afgangur á stofnkostnaðarheimildum ráðuneytisins en þar vega þyngst 10 m.kr. hjá Landhelgisgæslu Íslands.

07 Félagsmálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 155,2 m.kr. lægri en fjárveitingar. Farið er fram á viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 103,4 m.kr. en óhafnar fjárveitingar námu 258,6 m.kr.
    Miðað er við að öll umframgjöldin komi til skerðingar á fjárveitingum í gildandi fjárlögum utan 25,5 m.kr. hjá Atvinnuleysistryggingasjóði, sem skýrast af því að vegna lækkunar atvinnuleysis varð ekki af kaupum ríkissjóðs á verðbréfum frá sjóðnum eins og ráðgert hafði verið. Umframgjöldin stafa einkum af halla á ýmsum rekstrarliðum, en þar eru hæstu fjárhæðirnar 23,4 m.kr. hjá Vinnueftirliti ríkisins, 13,8 m.kr. hjá málefnum fatlaðra í Reykjavík, 11,7 m.kr. hjá Styrktarfélagi vangefinna og 8,3 m.kr. hjá málefnum fatlaðra á Suðurlandi. Stofnkostnaður umfram heimildir nam 10,1 m.kr. og skiptist á nokkra liði.
    Gert er ráð fyrir að 66,5 m.kr. af óhöfnum fjárheimildum falli niður. Þar er um að ræða afgang á lögbundnum útgjöldum Ábyrgðasjóðs launa. Sótt verður um framlög sem samsvara öðrum afgangsheimildum, samtals að fjárhæð 192,1 m.kr., í frumvarpi til fyrri fjáraukalaga ársins 1997. Óhafnar heimildir í rekstri námu 89,5 m.kr. Hæsta fjárhæðin er 49,4 m.kr. afgangur hjá Brunamálastofnun ríkisins, sem safnast hefur upp undanfarin ár þar sem umfang starfseminnar hefur verið nokkru minna en markaðar tekjur stofnunarinnar. Þá var óhafin rekstrarheimild aðalskrifstofu ráðuneytisins 11,7 m.kr. Afgangur á tilfærsluframlögum nam 70,1 m.kr. og þar vega tveir liðir þyngst. Í fyrsta lagi eru 47,9 m.kr. á liðnum Vinnumál og eru 15,6 m.kr. undir lið fyrir framlag til atvinnumála kvenna, 17,3 m.kr. á lið fyrir starfsþjálfun ungs fólks í atvinnuleit en 12,8 m.kr. undir lið fyrir ýmis verkefni. Í öðru lagi eru 20,5 m.kr. á liðnum Félagsmál, ýmis starfsemi, en fjárhæðin skiptist á nokkur smærri verkefni sem frestast til þessa árs. Loks nam óhafin stofnkostnaðarheimild Framkvæmdasjóðs fatlaðra 32,5 m.kr.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 121,3 m.kr. lægri en fjárheimildir. Sótt er um viðbótarheimildir vegna umframgjalda að fjárhæð 499 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 620,3 m.kr.
    Miðað er við að umframgjöld lögbundinna tilfærsluliða sjúkratrygginga að fjárhæð 112 m.kr. falli niður og komi ekki til skerðingar á fjárveitingum yfirstandandi árs. Fyrirhugað er að framlög annarra fjárlagaliða, samtals að fjárhæð 386,9 m.kr., lækki í fjáraukalögum 1997 sem nemur umframgjöldum þeirra. Þar af eru 268,5 m.kr. á rekstrarliðum, 20,5 m.kr. á tilfærsluliðum og 98 m.kr. á viðhaldi og stofnkostnaði. Af umframgjöldum í rekstri sem fyrirhugað er að dragist frá fjárveitingum yfirstandandi árs eru 152,7 m.kr. hjá Ríkisspítölum, 25,8 m.kr. á liðnum Heilsugæslustöðvar almennt, 15,4 m.kr. hjá Tryggingastofnun ríkisins, 11,7 m.kr. hjá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, 10,3 m.kr. hjá Heilsugæslustöðinni í Hafnarfirði og 10,1 m.kr. hjá Landlæknisembættinu. Umframgjöld í rekstri annarra stofnana eru undir 10 m.kr. og eru að stórum hluta hjá heilsugæslustöðvum. Á tilfærsluliðum eru hæstu umframgreiðslurnar 12,5 m.kr. hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Viðhald og stofnkostnaður umfram heimildir skýrist að mestu af 79,8 m.kr. vegna viðhalds hjá Ríkisspítölum, auk 10,3 m.kr. stofnkostnaðar á liðnum Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi.
    Gert er ráð fyrir að óhafnar fjárveitingar til lífeyristrygginga í árslok 1996, samtals 200 m.kr., falli niður og komi ekki til viðbótar fjárveitingum gildandi fjárlaga en að aðrar óhafnar fjárveitingar, samtals 420,2 m.kr., verði veittar að nýju í fjáraukalögum ársins 1997. Afgangsheimildir í rekstri voru 89 m.kr. Þar af voru 53,3 m.kr. á lið fyrir sjúkrahús með fjölþætta starfsemi. Óhafnar tilfærslur námu 33,5 m.kr. og skýrast að mestu af 13,3 m.kr. á liðnum Áfengisvarnir og bindindismál og 10,5 m.kr. á liðnum Heilbrigðismál, ýmis starfsemi. Óhafnar fjárveitingar til viðhalds og stofnkostnaðar námu 297,7 m.kr. Þyngst vega 220,1 m.kr. hjá Ríkisspítölum, þá eru 54,2 m.kr. vegna frestunar á framkvæmdum sjúkrastofnana og 14,6 m.kr. vegna tækja og búnaðar á heilsugæslustöðvum. Óhafnar fjárveitingar til viðhalds heilsugæslustöðva og starfsmannabústaða nema 8,8 m.kr.

09 Fjármálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 595,5 m.kr. lægri en fjárveitingar. Sótt er um viðbótarheimildir vegna umframgjalda að fjárhæð 263,5 m.kr. en óhafnar fjárveitingar námu 859 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að 240,5 m.kr. af umframgjöldum ráðuneytisins falli niður og verði ekki dregin frá fjárveitingum yfirstandandi árs. Mest munar þar um 121,2 frávik á tilfærslum á liðnum launa- og verðlagsmál, sem skýrist af rangri færslu í fjárheimildabókhaldi en á móti stendur jafn há rekstrarheimild. Þá stafa 82,6 m.kr. af greiðslum umfram framlög af ýmsum lögboðnum útgjöldum sem færast á lið fyrir ýmis verkefni ráðuneytisins, en þar er einkum um að ræða dómkröfur og tryggingabætur samkvæmt kjarasamningum. Loks er gert ráð fyrir að fella niður 34,1 m.kr. frávik á stofnkostnaði samkvæmt heimildarákvæðum fjárlaga. Fyrirhugað er að önnur umframgjöld sem samtals nema 23 m.kr. verði dregin frá fjárveitingum í fjárlögum yfirstandandi árs.
    Áformað er að óhafnar fjárveitingar falli að stærstum hluta niður, eða sem nemur 503,5 m.kr., og verði ekki veittar að nýju með fjáraukalögum þessa árs. Þar er einkum um að ræða ýmsa lögboðna og bundna útgjaldaliði og eru hæstu fjárhæðirnar 159,7 m.kr. til greiðslu ríkisábyrgða og tjónabóta, 68,1 m.kr. til greiðslu vaxta af skuldum ríkissjóðs, 53,1 m.kr. til reksturs undir liðnum útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum, 28,5 m.kr. í uppbótum á lífeyri, 30,0 m.kr. til stofnkostnaðar á liðnum launa- og verðlagsmál og 35,5 m.kr. á lið fyrir ýmis verkefni ráðuneytisins, en þar af eru 22,9 m.kr. afgangur á heimild fyrir lífeyrisgreiðslum til bænda. Óhafin framlög sem gert er ráð fyrir að verði veitt að nýju á þessu ári nema alls 355,6 m.kr. Óhafin rekstrarframlög nema 107,4 m.kr. og eru stærstu fjárhæðirnar 38 m.kr. vegna afgangs í rekstri fjármálatölvukerfa ríkisins og 31,1 m.kr. vegna ýmissa verkefna í skattamálum þar sem greiðslur falla til síðar, t.d. vegna álagningar fjármagnstekjuskatts. Afgangur á tilfærsluframlögum nemur 68,5 m.kr. og er vegna ýmissa verkefna á vegum ráðuneytisins, m.a. vegna aðstoðar á snjóflóðasvæðum. Óhafnar heimildir til viðhalds- og stofnkostnaðar nema 170,5 m.kr. Þar á meðal eru tveir liðir stærstir, 64,8 m.kr. til ýmissa fasteigna ríkissjóðs og 71,7 m.kr. til nokkurra hugbúnaðarverkefna, en í báðum tilvikum seinkar framvæmdum frá því sem áætlað var við setningu fjárlaga.

10 Samgönguráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 87,4 m.kr. lægri en fjárveitingar. Leitað er eftir viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 40,6 m.kr. en óhafnar fjárveitingar voru 127,9 m.kr.
    Miðað er við að umframgjöld að fjárhæð 20 m.kr. vegna breytinga á húsnæði ráðuneytisins komi ekki til skerðingar á fjárveitingum yfirstandandi árs. Fjárveitingar annarra liða verða lækkaðar sem nemur umframgjöldum þeirra, en þar munar mest um 5,5 m.kr. frávik á rekstrarheimildum og 9,5 m.kr. á stofnkostnaðarheimildum á lið fyrir ýmis verkefni ráðuneytisins.
    Gert er ráð fyrir að 32,4 m.kr. afgangur á fjárlagalið Vegagerðarinnar falli niður og bætist ekki við gildandi fjárveitingar, en þar er um að ræða frávik sem stafar af tilhögun bókhaldsuppgjörs við síðustu áramót. Fyrirhugað er að aðrar afgangsheimildir ráðuneytisins í lok ársins 1996, samtals 95,5 m.kr., verði veittar að nýju í fjáraukalögum 1997. Þær afgangsheimildir skýrast einkum af óhöfnum rekstrar- og tilfærsluframlögum til ýmissa verkefna, eða sem nemur 74,8 m.kr. Þar vegur þyngst 29,2 m.kr. afgangur á framlagi vegna verkefnis um sjálfvirkt tilkynningarkerfi skipa, 15,5 m.kr. vegna ferðaátaks erlendis og 15,2 m.kr. vegna heilsárshótela á landsbyggðinni.

11 Iðnaðarráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 31,5 m.kr. lægri en fjárveitingar. Óskað er eftir viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 47,8 m.kr. en óhafnar fjárveitingar námu 79,3 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að umframgreiðslur að fjárhæð 9,2 m.kr. vegna reksturs Iðntæknistofnunar verði ekki dregnar frá fjárveitingum samkvæmt fjárlögum þessa árs. Einnig er ráðgert að fella niður 4,3 m.kr. frávik á niðurgreiðslum á rafhitun. Fjárveitingar annarra liða verða lækkaðar sem nemur umframgjöldum þeirra, samtals 33,7 m.kr. Stærsti liðurinn þar á meðal eru 17,7 m.kr. útgjöld vegna átaks til atvinnusköpunar sem ekki hefur verið veitt framlag til í fjárlögum.
    Miðað er við að 9,3 m.kr. afgangur á stofnkostnaðarheimild Iðntæknistofnunar falli niður en að aðrar afgangsheimildir ráðuneytisins, samtals 69,4 m.kr., komi til viðbótar fjárveitingum á yfirstandandi ári. Þar er um að ræða ýmis rekstrar- og tilfærsluframlög til verkefna í iðnaðar- og orkumálum sem dregist hefur að komi til framkvæmda eða til greiðslu. Hæsta fjárhæðin er 10,7 m.kr. rekstrarheimild hjá Einkaleyfastofu, en einnig eru þar á meðal 9,4 m.kr. framlag til smáiðnaðar í dreifbýli, 6,9 m.kr. til tækniþróunar í sjávarútvegi og 7,4 m.kr. til markaðsátaks fyrir skipaiðnað, auk nokkurra annarra minni heimilda.

12 Viðskiptaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 4,3 m.kr. hærri en fjárveitingar. Óskað er eftir viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 10,6 m.kr. en óhafnar fjárveitingar námu 5,6 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að öll umframgjöld ráðuneytisins komi til lækkunar á fjárveitingum gildandi fjárlaga í fyrri fjáraukalögum þessa árs, en þar er einkum um að ræða 4,5 m.kr. hjá aðalskrifstofu ráðuneytisins og 4,4 m.kr. á lið fyrir ýmis viðskipta- og bankamál.
    Einnig er áformað að veita að nýju framlög sem samsvara öllum afgangsheimildum ráðuneytisins. Þar vegur þyngst 3,4 m.kr. rekstrarafgangur Samkepnnisstofnunar.

13 Hagstofa Íslands


    Greiðslur Hagstofunnar voru 4 m.kr. lægri en fjárveitingar. Óskað er eftir viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 7,8 m.kr. en óhafnar fjárveitingar námu 11,8 m.kr.
    Fyrirhugað er að fjárveitingar Hagstofunnar á þessu ári verði lækkaðar sem nemur 7,8 m.kr. umframgreiðslum í stofnkostnaði en jafnframt hækkaðar sem nemur 10,5 m.kr. afgangi á rekstrarheimild og 1,3 m.kr. afgangi á tilfærsluheimild.

14 Umhverfisráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins voru 0,7 m.kr. hærri en fjárveitingar. Sótt er um 56,2 m.kr. viðbótarheimild vegna umframgjalda en óhafnar fjárveitingar voru 55,5 m.kr.
    Fyrirhugað er að með fjáraukalögum ársins 1997 verði fjárveitingar ráðuneytisins í gildandi fjárlögum skertar sem nemur öllum umframgjöldum. Þar er hæsta fjárhæðin 14,2 m.kr. frávik á lið fyrir ýmis verkefni á vegum ráðuneytisins, sem er að hluta að rekja til rannsókna á botndýrum á Íslandsmiðum og greiðslna til rekstrar skrifstofu CAFF. Rekstrarhalli Hollustuverndar ríkisins nam 12,3 m.kr. Þá námu umframgjöld aðalskrifstofu 7,3 m.kr. og skýrast að mestu af auknum ferðakostnaði og auknum kostnaði vegna fulltrúa ráðuneytisins í Brussel en áætlað var fyrir í fjárlögum. Frávik hjá Náttúruverndarráði ríkisins varð 5,2 m.kr, sem rekja má til minni sértekna af þjóðgörðum en áætlað var en einnig var stofnunin lögð niður um áramót og því bókaður allur áfallinn kostnaður. Hjá Skipulagsstjóra ríkisins voru greiðslur umfram heimildir 3,9 m.kr. og 7 m.kr. hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er hluti að rekja til minni sértekna en gert var ráð fyrir.
    Gert er ráð fyrir að í fjáraukalögum ársins 1997 verði jafnframt veittar að nýju allar óhafnar fjárveitingar ársins 1996. Þar vegur þyngst 25,1 m.kr. afgangur á framlagi til fráveituframkvæmda hjá sveitarfélögum. Einnig er 11 m.kr. afgangur á ýmsum verkefnum og er það aðallega vegna umhverfisvöktunar en fjárveitingin var ekki fullnýtt þar sem greiðslur vegna verkefna á síðasta ári verða ekki greidd fyrr en á þessu ári. Þá eru 6,8 m.kr. vegna Veiðistjóra en þar er um að ræða veiðikortasjóð. Í sjóðinn renna tekjur af veiðikortum sem er ráðstafað til rannsókna árið á eftir. Að lokum er 5,4 m.kr. afgangur á fjárlagalið náttúrustofa og stafar af því að stofnsetning og rekstur náttúrustofa í Vestmannaeyjum og á Neskaupstað fóru hægar af stað en gert var ráð fyrir.

B-hluti


    Samkvæmt bráðabirgðatölum um fjárstreymi milli A- og B-hluta ríkissjóðs árið 1996 voru tilfærslur til B-hluta fyrirtækja og sjóða um 254 m.kr. lægri en ætlað var í fjárlögum að viðbættum lögum nr. 165/1996. Þá voru skil B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð um 312 m.kr. hærri en fjárlög. Eftirfarandi yfirlit sýnir greiðslustreymi milli A-og B-hluta ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum og lögum nr. 165/1996 svo og greiðsluuppgjöri 1996.

Greiðslustreymi milli A- og B-hluta ríkissjóðs 1996.



Fjárlög

Lög nr. 165

Greiðslur


1996

1996

1996

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tilfærslur úr A-hluta til B-hluta fyrirtækja og sjóða     
6.393
77 6.216 -254
Skil B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð     
3.904
- 4.216 312

    Sjö fyrirtækjum í B-hluta ríkissjóðs var ætlað að skila hagnaði af starfsemi sinni í ríkissjóð. Frávik á greiðsluskilum þeirra til A-hluta frá áætlun koma fram í eftirfarandi yfirliti. ÁTVR skilaði um 430 m.kr. af hagnaði ársins 1995 í febrúarmánuði 1996 og skýrir það megin frávikið. Á móti vegur 108 m.kr. lægri skil Fríhafnarinnar.

Greiðslur B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð 1996



Fjárlög

Lög nr. 165

Greiðslur


1996

1996

1996

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



22 201 Happdrætti Háskóla Íslands     
78
- 60 -18
23 101 Fríhöfn, Keflavíkurflugvelli     
610
- 502 -108
23 121 Umsýslustofnun varnarmála     
21
- 21 0
29 101 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins     
2.235
- 2.673 438
30 101 Póst- og símamálastofnunin     
735
- 735 -
30 110 Póst- og símamálastofnunin, samkeppnisrekstur
125
- 125
31 321 Rafmagnsveitur ríkisins     
100
- 100 -

Samtals     
3.904
- 4.216 312


    Frávik milli fjárlaga að viðbættum lögum nr. 165/1996 og endanlegs greiðsluuppgjörs, hvað varðar tilfærslur frá A-hluta ríkissjóðs til einstakra fyrirtækja og sjóða í B-hluta, urðu eins og sýnt er í töflunni á næstu síðu.
    Eins og fram kemur í yfirlitinu urðu frávik mest vegna þess að ekki reyndist þörf á greiðslum vegna ríkisábyrgða hjá Lánasýslu ríkisins, að fjárhæð 209 m.kr. Þá urðu greiðslur til Ábyrgðasjóðs launa um 53 m.kr. innan áætlunar. Önnur frávik eru mun minni.

Tilfærslur til B-hluta fyrirtækja og sjóða 1996





Greiðslugrunnur

Fjárlög
1996
þús. kr. Lög nr. 165
1996
þús. kr. Greiðslur
1996
þús. kr.
Mismunur
þús. kr.

Menntamálaráðuneyti
22 236 Vísindasjóður           15.000 -564 14.738 -302 22 237 Tæknisjóður      200.000 12.882 213.102 -220 22 238 Bygginga- og tækjasjóður      78.000 - 78.000 - 22 239 Rannsóknarnámssjóður      20.000 147 - 20.147 22 872 Lánasjóður íslenskra námsmanna      1.450.000 504 1.452.010 -1.506 22 973 Þjóðleikhúsið      308.000 -13.230 295.057 -287 22 974 Sinfóníuhljómsveit Íslands      116.000 -45 115.985 -30 Samtals      2.187.000 -306 2.168.892 17.802 Landbúnaðarráðuneyti 24 831 Jarðeignir ríkisins og Jarðasjóður        30.500 - 30.504 -4 24 841 Laxeldisstöðin Kollafirði      11.200 2.000 13.200 - Samtals      41.700 2.000 43.704 -4 Sjávarútvegsráðuneyti 25 272 Rannsóknastofnanir sjávarútvegsins, bygging      21.000 - 21.000 - Samtals      21.000 - 21.000 - Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 26 731 Kristnisjóður      27.300 2.287 29.500 87 Samtals      27.300 2.287 29.500 87 Félagsmálaráðuneyti 27 272 Byggingarsjóður verkamanna      400.000 73.488 473.601 -113 27 972 Bjargráðasjóður      30.000 - 30.000 - 27 982 Ábyrgðarsjóður launa      200.000 - 147.272 52.728 27 984 Atvinnuleysistryggingasjóður      3.040.000 - 3.065.556 -25.556 Samtals      3.670.000 73.488 3.716.429 27.059 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 28 378 Læknishéraðasjóður      2.500 173 1.244 1.429 Samtals      2.500 173 1.244 1.429 Fjármálaráðuneyti 29 402 Fasteignamat ríkisins      43.500 -262 45.343 -2.105 29 271 Lánasýsla ríkisins, vegna ríkisábyrgðasjóðs      225.000 - 16.324 208.676 29 931 Arnarhvoll      15.000 - 14.032 968 Samtals      283.500 -262 75.699 207.539 Samgönguráðuneyti 30 213 Vegagerðin, birgðamiðstöð og fasteignir      14.000 - 14.000 - 30 333 Hafnabótasjóður      18.000 - 18.000 - Samtals      32.000 - 32.000 - Iðnaðarráðuneyti 31 321 Rafmagnsveitur ríkisins      100.000 - 100.000 - 31 371 Orkusjóður      28.000 - 27.500 500 Samtals      128.000 - 127.500 500 Tilfærslur til B-hluta alls          
6.393.000 77.380 6.215.968 254.412

(18 síður myndaðar - töflur.)