Ferill 549. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 549 . mál.


907. Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Flm.: Vilhjálmur Egilsson, Valgerður Sverrisdóttir,


Einar Oddur Kristjánsson, Pétur H. Blöndal.    

1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
a.        E-liður 3. tölul. orðast svo: Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.
b.        C-liður 4. tölul. orðast svo: Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru 5 tonn eða minna að heildarþyngd.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í frumvarpinu er lagt til að vörugjald af ökutækjum sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir 5 tonn að leyfðri heildarþyngd lækki úr 30% í 15%. Tilgangurinn með þessari breytingu er að auðvelda þeim sem stunda vöruflutninga að kaupa ökutæki þau sem hér um ræðir og þar með stuðla að því að eðlileg endurnýjun slíkra ökutækja geti átt sér stað.
    Gera má ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs vegna breytingarinnar muni nema um 118 millj. kr. á ári. Í meðfylgjandi frumvarp er lagt til að því tekjutapi verði mætt með hækkun á hámarksfjárhæð bifreiðagjalds. Um þá breytingu vísast til frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum, sem lagt er fram samhliða frumvarpi þessu.


Prentað upp.