Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 407 . mál.
942. Nefndarálit
um frv. til l. um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór J. Kristjánsson, Pál Gunnar Pálsson og Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneytinu, Bjarna Ármannsson, Sigurð Einarsson, Hilmar Þór Kristinsson og Hreiðar Má Sigurðsson frá Kaupþingi hf., Johan Bergendahl frá J.P. Morgan, Stefán Pálsson frá Búnaðarbanka Íslands, Björn Líndal frá Landsbanka Íslands, Val Valsson og Björn Björnsson frá Íslandsbanka hf., Finn Sveinbjörnsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sigurð Hafstein frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Ingimund Friðriksson, Yngva Örn Kristinsson og Þórð Ólafsson frá Seðlabanka Íslands, Má Elísson frá Fiskveiðasjóði Íslands, Braga Hannesson frá Iðnlánasjóði, Þorvarð Alfonsson frá Iðnþróunarsjóði, Ólaf B. Thors og Sigmar Ármannsson frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Gunnar Felixson frá Tryggingamiðstöðinni hf., Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna, Smára Þórarinsson fyrir hönd starfsmanna Fiskveiðasjóðs, Sverri Geirdal fyrir hönd starfsmanna Iðnlánasjóðs, Önnu Rósu Jóhannsdóttur og Ragnheiði Dagsdóttur frá Starfsmannafélagi Búnaðarbanka Íslands, Þórunni Þorsteinsdóttur og Ingveldi Ingólfsdóttur frá Starfsmannafélagi Landsbanka Íslands, Harald Sumarliðason, Jón Steindór Valdimarsson og Gunnar Svavarsson frá Samtökum iðnaðarins, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Arnar Sigurmundsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Sigurð Þórðarson og Lárus Ögmundsson frá Ríkisendurskoðun, Árna Tómasson, endurskoðanda Landsbanka Íslands, Gylfa Arnbjörnsson frá Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans hf., Guðmund Malmquist frá Byggðastofnun og Hrein Jakobsson frá Þróunarfélagi Íslands. Þá bárust nefndinni skriflegar umsagnir um málið frá Búnaðarbanka Íslands, Bændasamtökum Íslands, Eignarhaldsfélaginu Hofi sf., Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði, Iðnþróunarsjóði Íslands, Íslandsbanka hf., Íslenskum sjávarafurðum hf., Landsbanka Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Neytendasamtökunum, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra bankamanna, Sambandi íslenskra sparisjóða, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Seðlabanka Íslands, Sjóvá-Almennum hf., Tryggingamiðstöðinni hf., Vátryggingaeftirlitinu, Vátryggingafélagi Íslands hf. og Verslunarráði Íslands.
Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
Prentað upp.
kemur í áliti 1. minni hluta um frumvarp til laga um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. telur 1. minni hluti nauðsynlegt að draga úr sterkri eiginfjárstöðu fjárfestingarbankans og leggur því til að þessi milljarður verði fluttur frá honum og yfir í Nýsköpunarsjóðinn. Meiri hlutinn leggur til að þessum fjármunum verði einkum varið til hlutafjárkaupa í tengslum við nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni og þá aðallega á sviði upplýsinga- og hátækni. Lagt er til að stjórn Nýsköpunarsjóðs feli verðbréfafyrirtækjum eða öðrum til þess bærum aðilum að sjá um vörslu og ráðstöfun fjárins. Sú starfsemi verði boðin út í einingum til fleiri en eins aðila. Með því gefst færi á að þróa þessa starfsemi og bera saman árangur rekstraraðila. Miðað verði við að endurgjald til þessara rekstraraðila verði að hluta til ákveðið á grundvelli árangurs. Útboðnar einingar verði leystar upp og hlutabréf, sem fjárfest hefur verið í, seld. Söluandvirði rennur í ríkissjóð. Þessi starfsemi er ólík annarri starfsemi Nýsköpunarsjóðsins að því leyti að beitt er öðrum aðferðum við ráðstöfun og vörslu fjárins. Gert er ráð fyrir að þessi starfsemi lúti ekki sömu sjónarmiðum um varðveislu eigin fjár og kveðið er á um í 2. mgr. 9. gr.
Í greinargerð með frumvarpinu, á bls. 7, er rætt um að hlutverk sjóðsins í fjárfestingarverkefnum muni aðallega snúa að útvegun fjármagns til að útvíkka starfsemi að aflokinni þróun og öflun markaða. Þar segir enn fremur að sjóðnum sé einnig ætlað að styðja við vöruþróunar- og kynningarverkefni, svo og forathuganir og hagkvæmnisathuganir, en það fellur nær því sem nefnt hefur verið þróunarfjármagn eða byrjunarfjármagn. Meiri hlutinn er ekki sammála þessum áherslum í fyrirhugaðri starfsemi sjóðsins og telur að nauðsynlegt sé að beina verkefnum hins nýja sjóðs inn á þau svið áhættufjármögnunar sem síst hefur verið sinnt hingað til, þ.e. fyrri stig áhættufjármögnunar eins og þróunar- og byrjunarverkefni. Styðst meiri hlutinn í þessu efni við álit margra viðmælenda nefndarinnar.
Alþingi, 14. apríl 1997.
Vilhjálmur Egilsson,
Valgerður Sverrisdóttir.
Einar Oddur Kristjánsson.
form., frsm.
Sólveig Pétursdóttir.
Gunnlaugur M. Sigmundsson.