Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 115 . mál.


971. Breytingartillögur



við frv. til l. um sjóvarnir.

Frá samgöngunefnd.



    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Hafnaráð, sem starfar samkvæmt lögum um Siglingastofnun Íslands, skal vera Siglingastofnun til ráðgjafar við mat á sjóvörnum, sbr. 4. gr.
    Við 4. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Hafnaráð fjallar um áætlanir Siglingastofnunar um sjóvarnir og skal ráðið setja fram umsögn um slíkar áætlanir í skriflegu áliti.
         
    
    Í stað orðsins „nefndarinnar“ í 1. og 3. málsl. 2. mgr. komi: ráðsins.
         
    
    Í stað orðsins „nefndin“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: ráðið.
    Við 9. gr. Í stað orðsins „matsnefndina“ í fyrri málslið komi: hafnaráð.
    Við 10. gr. 3. málsl. orðist svo: Siglingastofnun sér um innheimtu á hlut landeigenda í kostnaði fyrir hvert verk.
    Við 13. gr. Í stað orðanna „1. janúar 1997“ komi: 1. janúar 1998.