Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 256 . mál.


976. Breytingartillögurvið frv. til l. um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Frá umhverfisnefnd.    Við 4. mgr. 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra getur sett nánari reglur um þessar skyldur sveitarstjórnar.
    4. gr. orðist svo:
                  Meta skal hættu á ofanflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku. Skal hættumat fyrst og fremst ná til þéttbýlis og svæða þar sem þétt byggð er fyrirhuguð. Jafnframt fari slíkt mat fram á skipulögðum skíðasvæðum. Hættumat skal fela í sér mat á þeirri hættu sem lífi fólks er búin vegna ofanflóða á byggð svæði eða skipulögð byggingarsvæði. Við matið skal tekið tillit til varnarvirkja sem reist hafa verið.
                  Veðurstofa Íslands annast gerð hættumats á grundvelli sérfræðilegrar þekkingar á eðli og afleiðingum ofanflóða, samkvæmt beiðni hlutaðeigandi sveitarfélags.
                  Hættumat öðlast gildi þegar ráðherra hefur staðfest það. Taka skal fullt tillit til hættumats við alla skipulagsgerð og skal það lagt fram sem fylgiskjal með skipulagstillögu.
                  Reglur um gerð og notkun hættumats, flokkun hættusvæða og nýtingu þeirra skulu settar af ráðherra.
    Í stað orðsins „nýrrar“ í 4. mgr. 6. gr. komi: bestu.
    Á eftir orðunum „Þá er lögreglustjóra heimilt“ í 2. mgr. 7. gr. komi: í samráði við almannavarnanefnd.
    Á eftir orðinu „ofanflóðanefnd“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. komi: til fjögurra ára í senn.
    1. mgr. 10. gr. orðist svo:
                  Sveitarstjórn gerir tillögu til ofanflóðanefndar að varnarvirkjum fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð samkvæmt aðalskipulagi. Eftir að viðurkennd varnarvirki hafa verið reist er heimilt að meta af bærum aðilum hvort til greina komi að þétta byggð á viðkomandi svæði og þá með hvaða skilyrðum.
    Ákvæði til bráðabirgða I orðist svo:
                  Sveitarstjórn leggur fram tillögu um skipulag nýrrar byggðar og nýbygginga í sveitarfélögum sem búa við snjóflóðahættu. Skipulagstillagan skal unnin í samræmi við reglur, sem umhverfisráðherra setur. Ráðherra skal fá tillögur frá Skipulagi ríkisins, Veðurstofu Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og skal liggja fyrir bráðabirgðahættumat. Skal styðjast við þær reglur þar til hættumat hefur verið staðfest fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag.