Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 409 . mál.


983. Breytingartillögurvið frv. til l. um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SJS).    Við 2. gr. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Starfsmannafélög bankanna skulu eiga fulltrúa í hvorri nefnd.
    Við 3. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Kjósa skal fimm manns í bankaráð hvors hlutafélagsbanka um sig hlutbundinni kosningu á Alþingi til eins eins árs við stofnun hinna nýju hlutafélagsbanka. Árlega skal Alþingi síðan kjósa þann fjölda bankaráðsmanna sem ríkið á rétt á miðað við eignarhlut sinn í bönkunum, svo lengi sem meiri hluti atkvæðaréttar í félaginu er í höndum ríkisins. Eftir það skal bankaráð kjörið af hluthöfum á aðalfundi. Starfsmannafélög bankanna skulu eiga áheyrnarfulltrúa á fundum bankaráðanna.
    Við 9. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 29. gr. laga nr. 113/1996 skal aðeins ráða einn bankastjóra að hvorum hinna nýju hlutafélagabanka.
    Við 11. gr. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Í slíkum samningum er m.a. heimilt að kveða á um að ríkissjóður geti leyst sig undan ábyrgð á skuldbindingum ríkisviðskiptabankanna gagnvart eftirlaunasjóðunum gegn því að afhenda eftirlaunasjóðunum til eignar hlutabréf í viðkomandi hlutafélagsbanka.