Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 407 . mál.


987. Breytingartillögurvið frv. til l. um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SJS).    Við 1. gr. 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Sjóðurinn er undir stjórn fimm manna sem eru tilnefndir sem hér segir: Einn er tilnefndur af samtökum launafólks sameiginlega, annar af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sá þriðji af samtökum atvinnurekenda sameiginlega, en forsætisráðherra skipar tvo án tilnefningar og er annar þeirra formaður stjórnarinnar. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt.
                  Við skipan stjórnarinnar skal þess gætt að valdir séu menn sem hafa sérstaka þekkingu og/eða reynslu af nýsköpun í atvinnulífi.
                  Forsætisráðherra skipar stjórnina og heyrir starfsemi sjóðsins undir forsætisráðuneytið.