Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 189 . mál.


992. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SP, VS, EOK, PHB, ÞSverr).



    Við 1. gr. Greinin falli brott.
    Á eftir 10. gr. (er verði 9. gr.) komi ný grein, 10. gr., sem orðist svo:
                  2. málsl. 6. tölul. 7. gr. laganna fellur brott.
    Við 11.–15. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 26.–29. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 38.–45. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 50. gr. (er verði 33. gr.). Orðin „til fimm ára í senn“ í a-lið falli brott.
    Við 51. gr. (er verði 34. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 76. gr. laganna:
         
    
    1. mgr. orðast svo:
                            Ráðherra skipar forstjóra Vinnueftirlits ríkisins til fimm ára í senn og setur honum erindisbréf, hvort tveggja að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.
         
    
    Orðin „með samþykki stjórnar hennar“ í 3. mgr. falla brott.
    Við 54.–55. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 66.–68. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 69. gr. (er verði 47. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
         
    
    Í stað orðsins „fjögurra“ í fyrri málslið kemur: fimm.
         
    
    Síðari málsliður orðist svo: Forstjóri ræður starfslið stofnunarinnar.
    Á eftir 69. gr. (er verði 47. gr.) komi ný grein, 48. gr., með fyrirsögninni Breyting á lögum nr. 51/1985, um ríkislögmann, sem orðist svo:
                  Orðin „allt að þrír“ í 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.
    Við 70. gr. (er verði 49. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 31. gr. laganna, eins og henni var breytt með a-lið 17. gr. laga nr. 69/1996:
         
    
    Á eftir orðinu „ríkistollstjóra“ í 1. mgr. kemur: til fimm ára í senn.
         
    
    Í stað fyrri málsliðar 2. mgr. kemur: Ráðherra skipar tollverði til fimm ára í senn. Ríkistollstjóri ræður aðra starfsmenn embættisins og skiptir með þeim verkum.
    Við 73.–75. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 76. gr. (er verði 52. gr.). B-liður falli brott.
    Við 77. gr. (er verði 53. gr.). Síðari málsliður efnismálsgreinar falli brott.
    Við 78. gr. (er verði 54. gr.). Orðin „sér til aðstoðar“ í a-lið falli brott.


Prentað upp.

    Við 80. gr. (er verði 56. gr.). Greinin orðist svo:
                  2. gr. laganna orðast svo:
                  Ráðherra skipar yfirlækni til fimm ára í senn að fengnum tillögum stöðunefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Yfirlæknir ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar.
    Á eftir 81. gr. (er verði 57. gr.) komi ný grein, 58. gr., sem orðist svo:
                  3. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Forstöðumaður ræður starfsfólk stofnunarinnar.
    Við 82. gr. (er verði 59. gr.). Við bætist nýr stafliður, b-liður, sem orðist svo: 2. málsl. orðast svo: Hann skal vera embættislæknir eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar.
    Við 83. gr. (er verði 60. gr.). Við bætist nýr stafliður, b-liður, sem orðist svo: 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skulu héraðslæknar vera embættislæknar eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar.
    Við 84. gr. (er verði 61. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 21. gr. laganna:
         
    
    5., 6. og 8. málsl. 3. mgr. falla brott.
         
    
    Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                            Ráðherra skipar þá framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva sem gegna fullu starfi til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórna stöðvanna og hafa þeir sömu skyldur og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 29. gr., sbr. og 8. mgr. 30. gr. Fer um mat á hæfni þeirra skv. 30. gr.
    Á eftir 84. gr. (er verði 61. gr.) komi ný grein, 62. gr., sem orðist svo:
                  22. gr. laganna orðast svo:
                  Þar sem ekki er skipaður framkvæmdastjóri í fullt starf ráða stjórnir heilsugæslustöðva starfslið stöðvanna og fer um laun þeirra samkvæmt kjarasamningum við opinbera starfsmenn.
    Við 86. gr. (er verði 64. gr.). Orðin „til fimm ára í senn“ í 2. efnismálsl. a-liðar falli brott.
    Á undan 88. gr. (er verði 67. gr.) komi ný grein, 66. gr., sem orðist svo:
                  3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra er heimilt að staðfesta skipurit fyrir stofnunina að fengnum tillögum tryggingaráðs og forstjóra stofnunarinnar.
    Við 88. gr. (er verði 67. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
         
    
    1. mgr. orðast svo:
                            Ráðherra skipar forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fimm ára í senn að fengnum tillögum tryggingaráðs.
         
    
    2. mgr. orðast svo:
                            Ráðherra ræður forstöðumenn sviða í samráði við tryggingaráð. Forstjóri ræður aðra starfsmenn í samráði við viðkomandi forstöðumenn.
    Við 90. gr. (er verði 69. gr.). Greinin orðist svo:
                  50. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 107/1974, orðast svo:
                  Ráðherra skipar forstjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi. Forstjóri ræður annað starfslið stofnunarinnar.
    Við 91. gr. (er verði 70. gr.). Orðin „að fengnu áliti stjórnar“ í 2. efnismálsl. falli brott.
    Við 97. gr. (er verði 76. gr.). Orðin „að fengnum tillögum stjórnar“ falli brott.
    Við 99.–100. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 101. gr. (er verði 78. gr.). Efnismálsliður orðist svo: Ráðherra skipar skólastjóra garðyrkjuskóla ríkisins til fimm ára í senn og ræður hann kennara og annað starfslið skólans.
    Við 106. gr. (er verði 83. gr.). Greinin orðist svo:
                  1. og 2. málsl. 32. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi.
    Við 110. gr. (er verði 87. gr.). 2. efnismgr. orðist svo:
                  Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið.
    Við 117. gr. (er verði 94. gr.). Síðari efnismálsliður a-liðar orðist svo: Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.
    Á eftir 118. gr. (er verði 95. gr.) komi ný grein, 96. gr., sem orðist svo:
                  11. gr. laganna fellur brott.
    Við 120. gr. (er verði 98. gr.). Síðari efnismálsliður a-liðar orðist svo: Kennarar og aðrir starfsmenn skólans skulu ráðnir af skólastjóra.
    Á eftir 120. gr. (er verði 98. gr.) komi ný grein, 99. gr., sem orðist svo:
                  2. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.
    Við 125. gr. (er verði 104. gr.). Orðin „að fenginni umsögn stjórnarnefndar“ falli brott.
    Við 126. gr. (er verði 105. gr.). A-liður orðist svo: 2. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar skólastjóra til fimm ára í senn. Skólastjóri ræður kennara og aðra starfsmenn.
    Við 127. gr. (er verði 106. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. laganna:
         
    
    1. málsl. orðast svo: Við skólann starfar skólastjóri sem skipaður skal af ráðherra til fimm ára í senn.
         
    
    4. málsl. orðast svo: Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.
    Við 133. gr. (er verði 112. gr.). Orðin „að fengnum tillögum stjórnar Blindrabókasafns og með samþykki menntamálaráðuneytis“ falli brott.
    Við 135. gr. (er verði 114. gr.). Greinin orðist svo:
                  4. gr. laganna orðast svo:
                  Ráðherra skipar framkvæmdastjóra sjóðsins til fimm ára í senn, að fengnum tillögum sjóðstjórnar. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk.
    Við 136. gr. (er verði 115. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
         
    
    Í stað orðanna „fastráðna kennara“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólastjórnar.
         
    
    3. mgr. orðast svo:
                            Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.
    Við 137. gr. (er verði 116. gr.). Orðin „að fenginni tillögu stjórnarnefndar“ í b-lið falli brott.
    Á eftir 140. gr. (er verði 119. gr.) komi ný grein, 120. gr., sem orðist svo:
                  Í stað orðanna „námsstjóri tónmennta í grunnskólum, skipaður án tilnefningar, námsstjóri tónlistarfræðslunnar, skipaður án tilnefningar, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: tveir fulltrúar án tilnefningar og er annar þeirra formaður nefndarinnar.
    Við 141. gr. (er verði 121. gr.). Orðin „og setur honum erindisbréf“ falli brott.
    Við 142.–144. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 148. gr. (er verði 125. gr.). Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „að fengnum tillögum þjóðminjaráðs“ í a-lið falli brott.
         
    
    Í stað „4. málsl. 4. mgr.“ í b-lið komi: 2. málsl. 4. mgr.
    Við 149. gr. (er verði 126. gr.). Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. efnismálsl. a-liðar orðist svo: Forstöðumaður ræður annað starfsfólk.
         
    
    Í stað orðsins „Forstöðumaður“ í 2. efnismálsl. a-liðar komi: Hann.
    Við 153. gr. (er verði 130. gr.). Efnismálsgrein orðist svo:
                  Forstöðumaður ræður annað starfsfólk.
    Við 154. gr. (er verði 131. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
         
    
    Í stað orðanna „skipaðir prófessorar í starfi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: prófessorar sem ráðnir eru ótímabundið í fullt starf.
         
    
    Í stað orðanna „fastráðnir eru eða settir til fulls starfs“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: ráðnir eru í fullt starf.
         
    
    3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nú er háskólakennari í orlofi og annar maður er ráðinn til að gegna starfi hans tímabundið og fer hann þá með atkvæðisrétt þess sem í orlofi er.
         
    
    Í stað orðsins „kennaraembætti“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: kennarastarf.
    Við 155. gr. (er verði 132. gr.). Greinin orðist svo:
                  Í stað orðsins „kennaraembætti“ í 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: kennarastarfi.
    Við 156. gr. (er verði 133. gr.). Greinin orðist svo:
                  1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
                  Þegar sérstaklega stendur á getur menntamálaráðherra, samkvæmt tillögu háskóladeildar og með samþykki háskólaráðs, boðið vísindamanni að taka við prófessorsstarfi við háskólann án þess að það sé auglýst laust til umsóknar. Á sama hátt getur rektor boðið vísindamanni að taka við lektors- eða dósentsstarfi.
    Á eftir 156. gr. (er verði 133. gr.) komi sex nýjar greinar, svohljóðandi:
         
    
    (134. gr.)
                            Í stað orðanna „menntamálaráðherra veitir lausn“ í 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: fær lausn.
         
    
    (135. gr.)
                            Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:
                   a.         Í stað orðanna „undan stöðu sinni“ í fyrri málslið kemur: frá starfi sínu.
                   b.    Í stað orðsins „stöðuna“ í síðari málslið kemur: starfið.
         
    
    (136. gr.)
                            Í stað orðsins „stöðuna“ í 4. málsl. 19. gr. laganna kemur: starfið.
         
    
    (137. gr.)
                            37. gr. laganna orðast svo:
                            Ný prófessorsstörf verða stofnuð með ákvörðun menntamálaráðherra, að fengnum tillögum háskólaráðs og háskóladeildar. Önnur ný kennarastörf verða stofnuð með ákvörðun rektors, að fengnum tillögum háskóladeildar.
         
    
    (138. gr.)
                            Í stað orðanna „slíkar stöður“ í 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: slík störf.
         
    
    (139. gr.)
                            Í stað orðanna „Kennaraembætti og kennarastöður“ í heiti VIII. kafla laganna kemur: Kennarastörf.
    Við 157. gr. (er verði 140. gr.). C-liður orðist svo: 2. málsl. orðast svo: Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk.
    Við 158.–159. gr. Greinarnar falli brott.
    Við 167. gr. (er verði 148. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 13. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 72/1984:
         
    
    Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: til fimm ára í senn.
         
    
    Í stað orðsins „skipar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: ræður.
         
    
    Í stað 3. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Forstjóri og aðstoðarforstjórar skulu hafa lokið háskólaprófi. Annar aðstoðarforstjórinn skal vera sérfróður á sviði stjórnunar og rekstrar.
         
    
    2. mgr. orðast svo:
                            Forstjóri ræður annað starfslið stofnunarinnar.
    Við 168. gr. (er verði 149. gr.). 3. og 4. málsl. efnisgreinarinnar orðist svo: Forstjóri ræður annað starfsfólk. Hann skal hafa lokið háskólaprófi.
    Við 173. gr. (er verði 154. gr.). Orðin „að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar“ í b-lið falli brott.
    Við 174. gr. (er verði 155. gr.). Orðin „að fengnum tillögum stjórnar“ falli brott.