Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 459 . mál.


995. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um hlutafjáreign ríkisbankanna.

    Í hvaða fyrirtækjum hafa ríkisbankarnir keypt hlutabréf á síðustu fimm árum? Hvert var kaupverðið í hverju einstöku tilviki?
    Meðfylgjandi töflur sýna kaup Landsbankans og Búnaðarbankans í hlutafélögum á árunum 1992–96 í þúsundum króna.

Landsbankinn.



1992
1993 1994 1995 1996 Alls

Landsbréf hf.     
6.750
4.140 5.589 6.148 6.763 29.390
Lind hf.     
6.800
0 0 0 0 6.800
Þróunarfélag Íslands hf.     
42.800
0 0 0 0 42.800
Hömlur hf.     
10.000
0 0 0 0 10.000
Lýsing hf.     
0
0 0 0 20.000 20.000
Samtals     
66.350
4.140 5.589 6.148 26.763 108.990


Búnaðarbankinn.



1992
1993 1994 1995 1996 Alls

Þróunarfélag Íslands hf.     
0
6.500 0 0 0 6.500
Kaupþing Norðurlands hf.     
0
0 2.240 0 0 2.240
Eignarhf. Kringlunnar hf.     
0
0 0 0 40 40
Samtals     
0
6.500 2.240 0 40 8.780


    Hversu mikinn arð hafa bankarnir fengið af þessu hlutafé? — Svar óskast sundurliðað eftir einstökum fyrirtækjum.
    Lýsing hf. greiddi 10% arð til eigenda árin 1992–96 og Landsbréf hf. sömuleiðis nema árið 1992 þegar arðgreiðslan var 8%. Þróunarfélagið greiddi út 10% arð árið 1996. Að öðru leyti hafa ríkisbankarnir ekki fengið arð af hlutafé því sem keypt var á árunum 1992–96. Samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans af keyptu hlutafé 1992–96 námu 9.219 þús. kr. og Búnaðarbankans 650 þús. kr.

    Í hvaða fyrirtækjum eiga bankarnir nú hlutafé? Hvert er nafnverð þeirra og bókfært verðmæti? Hversu stór hlutur er það af heildarhlutafé viðkomandi fyrirtækis?
    Töflurnar hér að aftan sýna nafnverð, bókfært verð og eignarhlutdeild Landsbanka og Búnaðarbanka í hlutafélögum í þúsundum króna.

Landsbankinn.



Nafnverð

Bókf. verð

Eignarhlutur



Landsbréf hf.     
74.400
203.600 90,0%
Greiðslumiðlun hf.     
30.000
396.600 45,4%
Þróunarfélag Íslands hf.     
53.400
95.700 6,3%
Hömlur hf.     
10.000
8.700 99,5%
Lýsing hf.     
102.200
181.800 40,0%
Kreditkort hf.     
8.200
115.400 17,5%
Snorrabraut 29 hf.     
6.400
10.200 36,0%
Samtals     
284.600
1.012.000


Búnaðarbankinn.



Nafnverð

Bókf. verð

Eignarhlutur



Greiðslumiðlun hf.     
12.247
161.905 18,5%
Lýsing hf.     
97.200
181.755 40,0%
Kreditkort hf.     
3.497
49.445 7,5%
Kaupþing Norðurlands hf.     
1.794
2.507 4,4%
Snorrabraut 29 hf.     
2.676
1.881 15,0%
SWIFT     
1.165
1.273
Þróunarfélag Íslands hf.     
13.000
13.654 3,0%
Verðbréfasjóður Búnaðarbankans hf.     
4.000
4.003 100,0%
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf.     
3.960
3.945 1,3%
Eignarhaldsfélag Kringlunnar hf.     
40
40 2,5%
Urður ehf.     
5.837
5.837 100,0%
Grænibær ehf.     
716
716 100,0%
Samtals     
146.132
426.961

    Í upphafi ársins átti bankinn 50% hlut í Kaupþingi hf., að nafnverði 22.030.000 kr., bókfært verð 106.369.000 kr., en hluturinn var seldur á árinu.

    Hver var ávöxtun hlutafjár í eigu ríkisbankanna á síðasta ári?
    Ávöxtun hlutafjár í eigu Landsbankans var 16,9% á síðasta ári en 26,6% hjá Búnaðarbankanum. Ávöxtunarhlutfallið ber að skoða sem vísbendingu. Ávöxtunarhlutfallið reiknast af hlutdeild bankanna í viðkomandi félögum. Gengið er út frá bókfærðu verði eignarhluta en ekki nauðsynlegu markaðsvirði.