Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 28 . mál.


1004. Breytingartillögurvið frv. til l. um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (SP, VS, ÁRÁ, JónK, HjálmJ, KPál).    Við 1. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Engum er heimilt í atvinnuskyni að annast kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra nema hann hafi til þess löggildingu ráðherra. Sama gildir um kaup, sölu eða skipti á atvinnufyrirtækjum eða eignarhluta í þeim, hvort heldur um er að ræða fyrirtæki í eigu einstaklinga eða félaga, annarra en hlutafélaga.
         
    
    Í stað orðanna „sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: sbr. 1. mgr.
    Í stað orðanna „tvö ár“ í b-lið 1. mgr. 2. gr. komi: tíu ár.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað 1. og 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Fasteignasala er skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af gáleysi í störfum hans eða starfsmanna hans.
         
    
    Í stað 4. og 5. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Kveða skal á um lágmark vátryggingarfjárhæðar vegna hvers einstaks tjónsatburðar og heildarfjárhæð tryggingabóta innan hvers tryggingartímabils í reglugerð.
    Við 12. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skal þess vandlega gætt að fram komi öll grundvallaratriði varðandi ástand eignarinnar sem skipt geta kaupanda máli, svo sem varðandi stærð eignarinnar og ástand, byggingarlag og byggingarefni, áhvílandi veðskuldir og eftir atvikum ástand neysluveitu hins selda.