Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 301 . mál.


1031. Breytingartillögurvið frv. til l. um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Frá allsherjarnefnd.    Við 1. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna.
    1. mgr. 11. gr. verði ný grein er komi á eftir undirfyrirsögninni „Um kirkjuaga og lausn ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi.“
    Við 20. gr. Orðin „til fjögurra ára“ í 5. mgr. falli brott.
    Við 23. gr. 2. málsl. falli brott.
    Við 24. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 28. gr.
         
    
    Í stað orðsins „skipar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: útnefnir.
         
    
    Orðin „til fimm ára í senn“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „skipað“ í 3. mgr. komi: útnefnt.
    Við 30. gr. Í stað orðsins „fjögurra“ í 2. málsl. komi: tveggja.
    Við 35. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðningartími héraðspresta skal vera allt að þremur árum í senn.
    Við 37. gr. 3. og 4. mgr. falli brott.
    Við 38. gr. Á eftir orðunum „presti skv. 34. gr.“ í 2. mgr. komi: m.a. um skilyrði til almennra kosninga.
    Við 39. gr. Í stað fyrri og síðari málsliðar 2. mgr. komi fjórir nýir málsliðir er orðist svo: Embætti sóknarprests og prests skv. 34. gr. skal veitt til fimm ára í senn, sbr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Komi fram tillaga í söfnuðinum um að embættið skuli auglýst laust til umsóknar skal hún afgreidd á safnaðarfundi og er hún því aðeins gild að hún komi fram a.m.k. átta mánuðum fyrir lok fimm ára skipunartímans. Skylt er að leita álits úrskurðarnefndar skv. 11. gr. með atbeina biskups Íslands áður en kjörmenn eða aðrir sambærilegir aðilar afgreiða tillögu þar að lútandi. Kjósi meiri hluti kjörmanna að embættið verði auglýst skal sú samþykkt send biskupi Íslands er leggur hana fyrir ráðherra til ákvörðunar.
    Við 43. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Biskup Íslands setur sérþjónustuprestum ráðningarbréf, í samvinnu við þær stofnanir sem þeir eru ráðnir til, auk vígslubréfs.
    Við 48. gr. Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.
    53. gr. falli brott.
    Við 54. gr. 3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Kirkjuþing setur ákvæði um afnot af kirkju og safnaðarheimili í starfsreglur, sbr. 60. gr.
    57. gr. falli brott.

Prentað upp.

    Við 58. gr. Á eftir orðunum „starfsmanna sókna“ komi: þar á meðal organista.
    Við 59. gr.
         
    
    Greinin orðist svo:
                            Biskup Íslands boðar til almennrar leikmannastefnu til að fjalla um málefni leikmanna, safnaða, hlutverk og störf sóknarnefnda, svo og um önnur mál er lúta að þjónustu kirkjunnar við söfnuði landsins og kristileg félagasamtök. Nánari reglur um leikmannastefnu skal setja í starfsreglur, sbr. 60. gr.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Leikmannastefna.
    Við 65. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „9.–19. gr.“ í a-lið 1. mgr. komi: 1. málsl. 1. mgr. 27. gr.
         
    
    F-liður 1. mgr. orðist svo: B-liður 19. gr. og b- og c-liður 20. gr. laga nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl.
         
    
    1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Eftirtalin lög falla úr gildi 31. desember 1998.