Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 241 . mál.


1032. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands, nr. 62 17. maí 1990.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Geirsson, Þórhall Ólafsson og Hjalta Zóphóníasson frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá leikmannaráði þjóðkirkjunnar, biskupi Íslands og guðfræðideild Háskóla Íslands.
    Í frumvarpinu er lagt til að starfsþjálfun guðfræðikandídata verði tveir mánuðir í stað fjögurra áður. Ástæða styttingarinnar er sú að kostnaður við starfsþjálfunina hefur farið langt fram úr því sem áætlað var, m.a. vegna þess að kandídatar eru helmingi fleiri en áætlað var og þykir brýnt að spara á þessu sviði. Ákvæði þessu er aðeins ætlaður stuttur líftími, en í frumvarpi um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar sem lagt er til að afgreitt verði samhliða frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að ný ákvæði um starfsþjálfun verði sett í starfsreglur. Engu að síður þykir ástæða til þessara breytinga til að minnka fyrirsjáanlegan kostnað á næstunni.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 23. apríl 1997.



Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni R. Árnason.


form., frsm.



Jón Kristjánsson.

Hjálmar Jónsson.

Kristján Pálsson.