Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 555 . mál.


1062. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um verndun Norðaustur-Atlantshafsins.

Frá minni hluta utanríkismálanefndar.



    Minni hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt eins og meiri hlutinn gerir. Minni hlutinn vill hins vegar vekja athygli á því að hér er ekki tekið á mengun af völdum hernaðarumsvifa sem þó er alvarlegasta umhverfisógn Norðaustur-Atlantshafsins. Þá hefur meiri hlutinn ekki fallist á að afgreiða það þingmál sem mestu gæti skipt í þessu sambandi, þ.e. frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja, 130. mál. Minni hlutinn vill koma málinu á dagskrá í tengslum við tillögu um fullgildingu samningsins um verndun Norðaustur-Atlantshafsins og gefur því út þetta nefndarálit.

Alþingi, 28. apríl 1997.



Svavar Gestsson.