Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 506 . mál.


1069. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 22/1991, um samvinnufélög, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Andra Stefánsson frá forsætisráðuneyti, Jón Ögmund Þormóðsson frá viðskiptaráðuneyti og Hallgrím Snorrason og Skúla Guðmundsson frá Hagstofu Íslands. Þá bárust umsagnir um málið frá Hlutafélagaskrá, ríkisskattstjóra og Verslunarráði Íslands.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:    Við 2. gr. Síðari efnismálsgrein orðist svo:
    Ráðherra Hagstofu Íslands er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um skráningu samvinnufélaga, þar með talið um skipulag skráningarinnar, rekstur samvinnufélagaskrár, aðgang að skránni og gjaldtöku m.a. fyrir útgáfu vottorða og afnot af þeim upplýsingum sem samvinnufélagaskrá hefur á tölvutæku formi.

    Lagt er til að gjaldtökuheimild taki sams konar breytingum og í breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, af sömu ástæðum og þar greinir.
    Kristín Ástgeirsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 2. maí 1997.Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Jón Baldvin Hannibalsson.


form., frsm.Sólveig Pétursdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.

Pétur H. Blöndal.Ágúst Einarsson.

Einar Oddur Kristjánsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.