Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 528 . mál.


1070. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Braga Gunnarsson, Bolla Þór Bollason og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti, Steinþór Haraldsson frá embætti ríkisskattstjóra, Ara Skúlason frá Alþýðusambandi Íslands, Björn Grétar Sveinsson frá Verkamannasambandi Íslands, Þórarin V. Þórarinsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands, Birgi Ármannsson frá Verslunarráði Íslands, Birgi Björn Sigurjónsson og Mörthu Á. Hjálmarsdóttur frá Bandalagi háskólamanna, Rannveigu Sigurðardóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Eirík Jónsson frá Kennarasambandi Íslands og Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Þar má fyrst nefna tillögur um að ákvæði til bráðabirgða I og III í 4. gr. falli brott þar sem þau hafa þegar verið lögfest með lögum nr. 22/1997. Þá eru lagðar til smávægilegar orðalagsbreytingar á 3. og 5. gr. frumvarpsins. Loks er lagt til að við frumvarpið bætist ný grein um viðbót við 1. mgr. 64. gr. laganna. Er breytingin samhljóða tillögu á þskj. 775 (461. mál). Gildandi ákvæði hefur við sambúðarslit eða skilnað orðið verulega íþyngjandi fyrir þann maka sem nýtt hefur persónuafslátt hins hluta tekjuárs þar sem sá maki er ekki hafði tekjur þann tíma hefur samkvæmt ákvæðinu eftir samvistarslitin haft heimild til að telja fram allar tekjur sínar á því tekjuári. Sá er nýtti sér persónuafsláttinn upphaflega í góðri trú og með samþykki maka hefur þá þurft að endurgreiða skattyfirvöldum fjárhæð sem nemur nýttum persónuafslætti makans á árinu. Meiri hlutinn telur eðlilegt sanngirnismál að úr þessu verði bætt þannig að hafi hjón slitið hjúskap eða samvistum á árinu og annað þeirra nýtt persónuafslátt hins við staðgreiðslu skatta skuli telja hann hinu fyrrnefnda til góða en skerða persónuafslátt hins síðarnefnda sem því nemur, enda þótt þau telji fram allar tekjur sínar hvort í sínu lagi.

Alþingi, 2. maí 1997.Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.Pétur H. Blöndal.

Ólafur Þ. Þórðarson,

Einar Oddur Kristjánsson.


með fyrirvara.