Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 528 . mál.


1071. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, SP, PHB, ÓÞÞ, EOK).    Við bætist ný grein, 1. gr., sem orðist svo:
                  Við 1. mgr. 64. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Hafi þau samnýtt persónuafslátt þannig að annar makinn hefur nýtt persónuafslátt hins á staðgreiðsluárinu, skal telja þannig nýttan persónuafslátt þeim fyrrnefnda til góða, en skerða persónuafslátt hins síðarnefnda sem því nemur. Gera skal sérstaka grein fyrir þessari nýtingu með framtali að staðgreiðsluári liðnu.
    Við 3. gr. (er verði 4. gr.). Í stað orðanna „á sama ári“ í 6. efnismgr. komi: á sama tekjuári.
    Við 4. gr. (er verði 5. gr.). A- og c-liður falli brott.
    Við 5. gr. (er verði 6. gr.). Í stað orðanna „þann tíma“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: 1. október 1997.