Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 421 . mál.


1072. Nefndarálit



um till. til þál. um rannsókn á brennsluorku olíu.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna, en hún gerir ráð fyrir að gerð verði rannsókn á orsökum þeirra breytinga sem verða á brennsluorku olíu þegar hún streymir í gegn um svokallaðan orkuplúsbrennsluhvata. Nefndinni hafa borist þær upplýsingar að á vegum umhverfisráðuneytis sé hafin vinna við málið.
    Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 2. maí 1997.



Ólafur Örn Haraldsson,

Gísli S. Einarsson.

Katrín Fjeldsted.


form., frsm.



Árni M. Mathiesen.

Hjörleifur Guttormsson.

Ísólfur Gylfi Pálmason.



Kristín Halldórsdóttir.