Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 28 . mál.


1107. Breytingartillaga


við frv. til l. um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu.

Frá minni hluta allsherjarnefndar (JóhS, GGuðbj, ÖJ).


    Fyrri málsliður 2. mgr. 5 gr. orðist svo: Ef fasteignasali, samhliða fasteignasölu, hefur með höndum lögmannsstörf skal hann, auk ábyrgðartryggingar þeirrar sem lögmönnum er skylt að hafa, hafa ábyrgðartryggingu sem tryggir viðskiptamanni hans bætur ef hann verður fyrir tjóni sem fasteignasalinn eða starfsmenn hans hafa valdið af ásetningi.