Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 256 . mál.


1111. Breytingartillaga


við frv. til l. um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.


    Á eftir 2. mgr. 14. gr. komi ný málsgrein er orðist svo:
    Eigi húseigandi ekki kost á sambærilegri húseign í sveitarfélaginu til kaups og byggi hann nýja húseign í sveitarfélaginu til íbúðar fyrir sig og fjölskyldu sína er heimilt að miða greiðslu úr sjóðnum við brunabótamat vátryggingafélags sem í gildi var á þeim tíma þegar ofanflóð féll. Sé ákveðið að inna greiðslu af hendi vegna yfirvofandi hættu, án þess að flóð hafi fallið, er við sömu aðstæður heimilt að miða hana við brunabótamat vátryggingafélags sem í gildi var við síðustu áramót. Sé brunabótamat hærra en endurstofnverð húseignar, að frádregnum afskriftum vegna aldurs og byggingarefnis eignarinnar, skal greiðsla miðast við endurstofnverð sem þannig er reiknað.