Ferill 556. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 8/121.

Þskj. 1124  —  556. mál.


Þingsályktun

um aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun í löndum, sérstaklega í Afríku, sem eiga við alvarlegan vanda að etja af völdum þurrka og/eða eyðimerkurmyndunar.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun í löndum, sérstaklega í Afríku, sem eiga við alvarlegan vanda að etja af völdum þurrka og/eða eyðimerkurmyndunar, er gerður var í París 17. júní 1994.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1997.