Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 12/121.

Þskj.
1128  —  343. mál.

Þingsályktun

um könnun á veiðiþoli beitukóngs.


    Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að láta gera úttekt á möguleikum til að nýta beitukóng við Ísland. Úttektin skal meðal annars fela í sér mat á útbreiðslu tegundarinnar, veiðiþoli og æskilegum veiðiaðferðum en jafnframt taka til markaðsstöðu og leiða til að markaðssetja afurðir úr beitukóngi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1997.