Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1139, 121. löggjafarþing 506. mál: samvinnufélög (samvinnufélagaskrá).
Lög nr. 44 16. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Viðskiptaráðherra fer með mál er varða samvinnufélög samkvæmt lögum þessum, önnur en þau sem varða skráningu samvinnufélaga en með þau fer ráðherra Hagstofu Íslands. Með ráðherra er í lögum þessum átt við viðskiptaráðherra nema ráðherra Hagstofu Íslands sé tilgreindur sérstaklega.

2. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Hagstofa Íslands annast skráningu samvinnufélaga og starfrækir samvinnufélagaskrá í því skyni.
     Ráðherra Hagstofu Íslands er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um skráningu samvinnufélaga, þar með talið um skipulag skráningarinnar, rekstur samvinnufélagaskrár, aðgang að skránni og gjaldtöku, m.a. fyrir útgáfu vottorða og afnot af þeim upplýsingum sem samvinnufélagaskrá hefur á tölvutæku formi.

3. gr.

     Í stað orðanna „samvinnufélagaskrá í umboði viðskiptaráðherra“ í 13. gr. laganna kemur: samvinnufélagaskrá.

4. gr.

     1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Samvinnufélagaskrá skal birta í Lögbirtingablaði tilkynningu um skrásetningu samvinnufélags á kostnað tilkynnanda. Ráðherra Hagstofu Íslands setur nánari reglur um efni tilkynningar.

5. gr.

     Í stað 3. málsl. 3. mgr. 19. gr. laganna koma fjórir nýir málsliðir sem orðast svo: Ríkissjóður greiðir til bráðabirgða kostnað vegna fundarins. Heimilt er þó að setja það skilyrði að sá er biður um boðun til fundar setji tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar. Félagið ber kostnaðinn endanlega. Greiði félagið ekki reikning innan þriggja mánaða frá dagsetningu hans glatar fundarbeiðandi þó tryggingarfé sínu en á í þess stað kröfu á félagið.

6. gr.

     4. málsl. 1. mgr. 57. gr. laganna orðast svo: Rísi ágreiningur milli félags og lánardrottna, sem kröfum hafa lýst, um það hvort framboðin trygging sé nægileg geta báðir aðilar innan tveggja vikna frá kröfulýsingu lagt málið fyrir héraðsdóm á heimilisvarnarþingi félagsins.

7. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 5.–8. mgr. 62. gr., 6. mgr. 64. gr. og 1. mgr. 66. gr. laganna kemur, í viðeigandi föllum: samvinnufélagaskrá.

8. gr.

     Í stað orðsins „skiptaráðanda“ í 2. mgr. 69. gr. laganna kemur: héraðsdómara.

9. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 77. gr. laganna kemur: samvinnufélagaskrá.

10. gr.

     83. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari reglur um framkvæmd laga þessara, sbr. þó 2. mgr. 10. gr.

11. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 1997.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1997.