Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 99 . mál.


1151. Nefndarálit

um frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1995.

Frá fjárlaganefnd.         Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar og farið yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar.
    Ríkisendurskoðun telur að sú reikningsskilaaðferð, sem fjármálaráðherra ákvað að nota við færslu lífeyrisskuldbindinga, sé ekki í samræmi við viðteknar reikningsskilavenjur.
    Unnið er að breytingu á löggjöf um ríkisreikning með því markmiði að úrbætur verði gerðar og lagareglur verði skýrari.
    Nefndin leggur ríka áherslu á að ráðherra taki tillit til athugasemda Ríkisendurskoðunar og sjái til þess að ráðuneyti og stofnanir bregðist við þeim ítrekuðu ábendingum sem stofnunin hefur sett fram.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 21. apríl 1997.Jón Kristjánsson,

Sturla Böðvarsson.

Gísli S. Einarsson.


form., frsm.Árni Johnsen.

Kristinn H. Gunnarsson.

Árni M. Mathiesen.Ísólfur Gylfi Pálmason.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Hjálmar Jónsson.Kristín Halldórsdóttir.

Arnbjörg Sveinsdóttir.