Ferill 502. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 502 . mál.


1153. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á þjóðminjalögum, nr. 88/1989, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðanna „safnstjóri Þjóðminjasafns“ í 4. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna komi: staðgengill hans.
    3. efnismgr. 2. gr. orðist svo:
                  Þjóðminjavörður ræður starfsmenn Þjóðminjasafns. Skulu yfirmenn stjórnunareininga safnsins og aðrir sérfræðingar hafa sérfræðimenntun á starfssviði sínu.