Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 410 . mál.


1172. Breytingartillögur



við frv. til lögræðislaga.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 1. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Lögráða verða menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða.
         
    
    2. og 3. mgr. falli brott.
    Við 10. gr. 4. mgr. orðist svo:
                   Dómari skal eftir að rannsókn máls er lokið gefa aðilum kost á að flytja málið munnlega áður en það er tekið til úrskurðar.
    Við 19. gr. Í stað orðanna „15 sólarhringa“ í 3. mgr. komi: 21 sólarhring.
    Við 29. gr. Í stað orðanna „15 sólarhringa“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 21 sólarhring.
    Við 30. gr. Á eftir fyrri málslið 3. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Í kröfunni skal koma fram hvort óskað er skipunar ákveðins talsmanns og ef svo er hver það eigi að vera.
    Við 31. gr. Við 1. mgr. bætist: hafi sú ósk ekki þegar komið fram.
    Við 51. gr. Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
    Við 58. gr. Orðin „eða heimili eða stofnun sem rekin er samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, er orðist svo:
                  Þeir sem öðlast hafa sjálfræði samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/1984 við gildistöku laga þessara halda sjálfræði sínu. Þeir sem ósjálfráða eru fyrir æsku sakir við gildistöku laganna öðlast sjálfræði samkvæmt ákvæði 1. gr.