Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 409 . mál.


1179. Breytingartillögur



við frv. til l. um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Svavari Gestssyni.



    Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                  Einn bankastjóri skal starfa við hvorn hlutafélagsbanka fyrir sig. Um ráðningu og starfskjör bankastjóra, staðgengla bankastjóra, forstöðumanns endurskoðunardeildar og eftir atvikum aðstoðarbankastjóra Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. skal að öðru leyti fara samkvæmt ákvæðum laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. ákvæði laga nr. 2/1995, um hlutafélög.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Strax við gildistöku laga þessara skal ráðherra hlutast til um að hafist verði handa við að undirbúa sameiningu hlutafélagsbankanna tveggja þannig að slíkri sameiningu verði lokið innan fjögurra ára.