Ferill 485. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 485 . mál.


1181. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt á l. um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Við 2. gr.
         
    
    E-liður skilgreiningarinnar náin tengsl orðist svo: félög sem vátryggingafélagið á hlut í og sem félagasamstæða, sem vátryggingafélagið tilheyrir, á virkan eignarhlut í, þó þannig að samanlögð hlutdeild þeirra nemi minnst 20%.
         
    
    Skilgreining á vátryggingamiðlun orðist svo: faglega starfsemi lögaðila eða einstaklings sem starfar sjálfstætt og veitir upplýsingar, faglega ráðgjöf og aðstoð við að koma á vátryggingasamningi í frumtryggingum eða við framkvæmd ákvæða slíks samnings gagnvart vátryggingafélagi og starfar óháður einstökum vátryggingafélögum.
    Við 5. gr. Lokamálsliður a-liðar orðist svo: Stofnandi má hvorki vera í greiðslustöðvun né hafa verið úrskurðaður gjaldþrota á síðustu fimm árum.
    Við 12. gr. Upphafsmálsliður efnismálsgreinar a-liðar orðist svo: Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu vera búsettir hér á landi, vera lögráða, hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota eða í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld, svo og löggjöf um vátryggingastarfsemi.
    Við 13. gr. Í stað orðsins „hugsanleg“ í a-lið 1. efnismgr. komi: líkleg.
    Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. laganna:
         
    
    Á eftir 3. málsl. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Slíkar upplýsingar má eingöngu veita í einni heild eða samandregnar þannig að einstök vátryggingafélög séu ekki auðkennd, nema um sakamál sé að ræða.
         
    
    Á eftir 1. málsl. 6. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sama gildir um skipti á upplýsingum við þá sem hafa eftirlit með aðilum sem fjalla um gjaldþrot og slit vátryggingafélaga, lánastofnana og annarra fjármálastofnana, eftirlit með þeim sem framkvæma endurskoðun hjá þessum félögum og stofnunum og skipti á upplýsingum við tryggingastærðfræðinga vátryggingafélaga, sbr. 37. gr., og þá sem eftirlit hafa með þeim. Í því skyni að stuðla að stöðugleika og öryggi á fjármálasviði skulu upplýsingaskipti einnig heimil milli eftirlitsstjórnvalda og stjórnvalda og aðila sem starfa að því að rannsaka brot á félagarétti.
         
    
    Við 7. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sama á við um upplýsingar til stjórnvalda skv. 6. mgr. Njóti þau aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga gilda sömu reglur og skulu hlutaðeigandi stjórnvöld veita upplýsingar um nöfn þeirra sem upplýsingarnar eiga að fá og gera nákvæma grein fyrir skyldum þeirra á þessum vettvangi áður en þær eru veittar.
    Við 16. gr. Efnismálsliður a-liðar orðist svo: Hann skal vera búsettur hér á landi, vera lögráða, hafa óflekkað mannorð og má ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaður gjaldþrota eða í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld, svo og löggjöf um vátryggingastarfsemi.
    Við 17. gr.
         
    
    Í stað 1.–3. málsl. 1. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Félagið skal uppfylla skilyrði III. kafla um gjaldþol er miðast við starfsemi þess hér eftir því sem við á, þó þannig að gjaldþol þess nemi aldrei minna en helmingi viðeigandi fjárhæðar skv. 33. gr. Skal félagið hafa hér á landi fjármuni er nema helmingi fjárhæðarinnar skv. 33. gr. eða þriðjungi lágmarksgjaldþols, hvort sem hærra er, en fjármunir þar umfram upp að lágmarksgjaldþoli skulu varðveittir í aðildarríki.
         
    
    Í stað tilvísunarinnar „1. mgr. 33. gr.“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: 33. gr.
    Við 21. gr. Upphafsmálsliður efnismálsgreinar b-liðar orðist svo: Skilyrði starfsleyfis er búseta hér á landi, að umsækjandi sé lögráða, hann hafi óflekkað mannorð og hafi ekki á síðustu fimm árum verið úrskurðaður gjaldþrota eða í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld, svo og löggjöf um vátryggingastarfsemi.
    Við 25. gr. Á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: 2. mgr. fellur brott.