Ferill 478. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 478 . mál.


1193. Breytingartillögurvið frv. til l. um búnaðargjald.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, GuðjG, SJóh, MS, HjálmJ, ÁMM).    Við 1. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Innheimta skal sérstakt búnaðargjald af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögum þessum og skal það nema 2,65% af gjaldstofni skv. 3. gr.
    Við 2. gr. Síðari málsliður orðist svo: Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem hvorki eru skráningarskyldir né á skrá yfir virðisaukaskattsskylda aðila samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    2. málsl. orðist svo: Til gjaldskyldrar veltu telst velta skv. 11.–13. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, að frádregnu andvirði seldra varanlegra rekstrarfjármuna sem talið hefur verið með í gjaldstofni til virðisaukaskatts.
         
    
    3. og 4. málsl. falli brott.
    Við 4. gr. Í stað „og 31. gr.“ í 3. málsl. komi: 31. gr. og 1. mgr. 33. gr.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað 2. og 3. málsl. 4. mgr. komi þrír nýir málsliðir sem orðist svo: Komi í ljós mismunur á milli álagningar og staðgreiðslu skal skattstjóri reikna sérstakt 20% vanskilaálag á þá fjárhæð sem vangreidd er. Mismun ásamt álagi skal greiða með sem næst jöfnum greiðslum á þeim gjalddögum þinggjalda sem eftir eru á árinu þegar álagning fer fram. Hafi gjaldskyldur aðili ofgreitt búnaðargjald í staðgreiðslu skal um endurgreiðslu fara eftir 112. gr. laga nr. 75/1981.
         
    
    5. mgr. orðist svo:
                            Um ábyrgð á greiðslu, upplýsingaskyldu, eftirlitsheimildir og málsmeðferð skulu gilda ákvæði laga nr. 75/1981.
    Við 6. gr. 1. og 2. mgr. orðist svo:
                  Tekjum af búnaðargjaldi skal skipt þannig, sbr. þó 4. mgr.:
                                   Velta í nautgripa- og sauðfjárrækt     Önnur afurðavelta
        Til Búnaðarsjóðs     1,225% af stofni     1,575% af stofni
        Til Lánasjóðs landbúnaðarins     1,150% af stofni     0,800% af stofni
        Til Framleiðsluráðs landbúnaðarins     0,275% af stofni          
0,275% af stofni

                  Hluti Búnaðarsjóðs skiptist síðan á milli Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda, búgreinasamtaka og Bjargráðasjóðs í samræmi við viðauka við lög þessi.
    Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað hlutfallstölunnar „1,25%“ komi: 1,05%.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóði svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 6. gr. skal 1% af óskiptum tekjum af búnaðargjaldi renna í ríkissjóð á árunum 1998 og 1999 til að standa straum af stofnkostnaði vegna álagningar og innheimtu gjaldsins.
    Við bætist viðauki, svohljóðandi:

Hlutfallsleg skipting tekna af búnaðargjaldi.


Búnaðarsjóður Lána-
sjóður
landb.
Fram-
leiðslur.
landbún.
Afurðir Bsb. Búgr. Bjarg. Alls
Nautgripaafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650
Sauðfjárafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650
Hrossaafurðir 0,325 0,500 0,550 0,200 0,800 0,275 2,650
Svínaafurðir 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650
Alifuglakjöt 0,125 0,250 0,200 1,000 0,800 0,275 2,650
Egg 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650
Kartöflur, gulrófur 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650
Annað grænmeti og blóm 0,325 0,500 0,750 0,000 0,800 0,275 2,650
Grávara 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650
Æðardúnn 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650
Skógarafurðir 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650