Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 479 . mál.


1196. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. lög nr. 124/1995.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, EgJ, GuðjG, MS, ÁMM, HjálmJ).



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 20. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 124/1995:
    Í stað orðanna „og hrossakjöts“ í fyrri málslið kemur: hrossakjöts og nautgripakjöts.
    Í stað hlutfallstölunnar „5%“ í síðari málslið kemur: 3%.
    Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Af nautgripakjöti skal gjaldið vera 600 kr. á alla slátraða gripi sem flokkast í UN og K gæðaflokka. Auk þess verði 1.100 kr. lagðar á hvern sláturgrip í framangreindum gæðaflokkum á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert.