Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 477 . mál.


1198. Breytingartillögur



við frv. til l. um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Við 3. gr.
         
    
    Í stað orðsins „Sláturfénaður“ í greininni og í öðrum greinum frumvarpsins komi í viðeigandi föllum og beygingarmyndum orðið: sláturdýr.
         
    
    Skilgreining á orðinu „Sláturhús“ falli brott.
         
    
    Við bætist ný skilgreining er orðist svo: Sláturleyfishafi: Hver sá sem fengið hefur löggildingu á sláturhúsi.
         
    
    Í stað orðanna „Dýralæknir sem“ komi: Héraðsdýralæknir, eða annar dýralæknir samkvæmt ákvörðun yfirdýralæknis, sem.
         
    
    Orðskýringar greinarinnar raðist í stafrófsröð.
    Við 4. gr. Síðari málsliður orðist svo: Yfirdýralæknir og kjötmatsformaður skulu vera landbúnaðarráðherra til aðstoðar og ráðuneytis, hvor á sínu sviði, um allt er lýtur að framkvæmd laganna.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „kæligeymslur, frystihús“ í 1. málsl. komi: kjötgeymslur.
         
    
    Orðin „að þeirra dómi“ í 1. málsl. falli brott.
         
    
    Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum skulu vera löggiltar vogir.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðsins „fénaði“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: dýrum.
         
    
    Í stað orðanna „og til úrvinnslu og geymslu“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: úrvinnslu eða geymslu.
         
    
    Í stað orðsins „héraðsdýralæknar“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: kjötskoðunarlæknar.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um þekkingu og verkkunnáttu verkstjóra og slátrara, en í hverju sláturhúsi skal að öðru jöfnu starfa maður með slátraramenntun.
    Við 7. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. málsl.:
         
    
    Orðin „þeim sem sett voru“ falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „héraðsdýralækni“ komi: kjötskoðunarlækni.
    Við 8. gr. Orðin „kjöts og“ falli brott.
    Við 9. gr.
         
    
    Í stað orðanna „sjúkan fénað“ í 2. mgr. komi: sjúk dýr.
         
    
    Í stað orðanna „eða frystihús“ í 3. mgr. komi: kjötgeymslur eða kjötvinnslustöðvar.
    Við 10. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
         
    
    Í stað orðsins „búfé“ í b-lið komi: sláturdýrum.
         
    
    Orðið „kjöti“ í d-lið falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „afurðum og úrgangi“ í e-lið komi: sláturafurðum og sláturúrgangi.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað orðanna „sláturfénaði sem um getur í lögum þessum“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: sláturdýrum.
         
    
    3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Þá skal heilbrigðisskoðun á öllum sláturafurðum fara fram í sláturhúsinu áður en frekari vinnsla fer fram eða þær eru afhentar til dreifingar.
         
    
    Í stað orðanna „kjöti og slátri“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: sláturafurðum.
         
    
    Í stað orðanna „gjald af öllu innvegnu kjöti í afurðastöð“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: gjald af sláturleyfishöfum af öllu innvegnu kjöti í sláturhúsi.
         
    
    2. málsl. orðist svo: Eftirlitsgjald þetta miðast við raunkostnað og skal vera allt að 2,50 kr. á hvert kíló kjöts.
         
    
    3. málsl. 2. mgr. falli brott.
         
    
    Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                            Ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd eftirlits og innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt þessari grein.
    Við 14. gr.
         
    
    Orðið „Kjöt“ í upphafi 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „afurðanna“ í niðurlagi 1. mgr. komi: þeirra.
         
    
    Orðin „kjöts og“ í 4. mgr. falli brott.
    Í stað orðsins „afurða“ í heiti IV. kafla komi: sláturafurða.
    Við 15. gr.
         
    
    Í stað orðanna „allt kjöt og slátur af sláturfénaði er um getur í lögum þessum og flutt er“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: allar sláturafurðir sem fluttar eru.
         
    
    Í stað orðanna „endurmati á kjöti og slátri“ í 2. mgr. komi: yfirmati á sláturafurðum.
         
    
    Orðin „kjöti og“ og „og yfirdýralæknis“ í 3. mgr. falli brott.
    Við 16. gr.
         
    
    Í stað orðanna „kjöti og innyflum af sláturfénaði“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: sláturafurðum.
         
    
    3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Einnig skal hann, eftir því sem hann metur þörf á, gera athugun á sláturafurðum sem ætlaðar eru til dreifingar innan lands eða á erlendan markað.
         
    
    2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Gjald þetta, sem sláturleyfishafar greiða, skal vera 0,55 kr. á hvert kíló kjöts sem innvegið er í sláturhúsi.
    Við 17. gr. Greinin falli brott.
    Við 18. gr. (er verði 17. gr.). Greinin orðist svo:
                  Ráðherra setur, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, gjaldskrá þar sem kveðið er á um leyfisgjöld fyrir kjötvinnslustöðvar og uppruna- og heilbrigðisvottorð fyrir sláturafurðir sem seldar eru innan lands eða fluttar á erlendan markað. Við ákvörðun gjalda skal miða við að tekjur standi undir nauðsynlegum kostnaði við úttekt á kjötvinnslustöð og útgáfu heilbrigðisvottorða.
    Við 19. gr. (er verði 18. gr.). Í stað orðanna „héraðsdýralæknum eða fulltrúum þeirra“ komi: og kjötskoðunarlæknum.
    Við 20. gr. Greinin falli brott.
    Við 21. gr. (er verði 19. gr.). Í stað orðsins „afurðir“ komi: sláturafurðir.
    Á eftir 21. gr. (er verði 19. gr.) komi ný grein, 20. gr., sem orðist svo:
                  Ráðherra er heimilt að afturkalla löggildingu ef sláturleyfishafi brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim, m.a. ef sláturleyfishafi stendur ekki skil á gjöldum skv. 11., 16. og 17. gr.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Heimilt er að ráða allt að fjóra yfirkjötmatsmenn til aðstoðar kjötmatsformanni fram til ársloka 1997 vegna kynningar á nýjum reglum um gæðamat á kindakjöti til samræmis við reglur Evrópusambandsins.