Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 13/121.

Þskj. 1212  —  27. mál.


Þingsályktun

um varðveislu ósnortinna víðerna.


    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að marka stefnu um varðveislu ósnortinna víðerna landsins. Stofnaður verði starfshópur, skipaður fulltrúum Náttúrufræðistofnunar, Náttúruverndarráðs, Skipulags ríkisins og Landmælinga Íslands, undir forustu fulltrúa umhverfisráðuneytisins, sem falið verði það hlutverk að skilgreina hugtakið ósnortið víðerni.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 1997.