Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 262 . mál.


1237. Breytingartillögur



við frv. til l. um Ríkisendurskoðun.

Frá sérnefnd.



    Við 1. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðanna „forsætisnefnd Alþingis“ í 3. málsl. komi: Kjaradómi.
         
    
    Á eftir 3. málsl. komi nýr málsliður sem orðist svo: Hann ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar.
    Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Ríkisendurskoðun er engum háð í störfum sínum. Forsætisnefnd getur þó ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt óskum þingmanna krafið skýrslna um einstök mál er falla undir starfsemi Ríkisendurskoðunar.
                  Starfsmenn Ríkisendurskoðunar skulu í einu og öllu óháðir ráðuneytum og stofnunum sem þeir vinna að endurskoðun hjá.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Enn fremur skal Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga stofnana sem reknar eru á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða meira. Eigi ríkissjóður helmings hlut eða meira í hlutafélagi, sameignarfélagi, viðskiptabanka eða sjóði, þar sem endurskoðandi er kosinn á aðalfundi, skal gera tillögu um að Ríkisendurskoðun endurskoði reikninga þess aðila.
         
    
    Í stað orðsins „rekstur“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: rekstrarverkefni.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Ríkisendurskoðun er heimilt að taka gjald fyrir fjárhagsendurskoðun á ársreikningum ríkisaðila sem um ræðir í 2. mgr. er nemi þeim kostnaði sem af endurskoðuninni hlýst.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðsins „grundvallargögnum“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: frumgögnum.
         
    
    Í stað orðsins „ríkisendurskoðandi“ í 3. mgr. komi: Ríkisendurskoðun.
    Við 8. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „Fjárhagsendurskoðun skal“ í upphafi 8. gr. komi: samkvæmt góðri endurskoðunarvenju.
         
    
    Í stað orðanna „góðar reikningsskilavenjur“ í 1. tölul. komi: góða reikningsskilavenju.
         
    
    Í stað orðsins „þjónustusamninga“ í 3. tölul. komi: samninga um rekstrarverkefni.
    Við 9. gr.
         
    
    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluendurskoðun hjá þeim stofnunum, sjóðum, félögum og fyrirtækjum sem ríkið á að hálfu eða meira, þó að öðrum sé að lögum falin fjárhagsendurskoðun þeirra.
         
    
    Í stað orðsins „Einnig“ í upphafi 2. málsl. 1. mgr. komi: Þá.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað orðanna „ríkisendurskoðandi“ og „hann“ í fyrri málslið komi: Ríkisendurskoðun, og: stofnunin.
         
    
    Í stað orðanna „Fjárlaganefnd getur“ í upphafi síðari málsliðar komi: Þingnefndir geta, samkvæmt nánari reglum sem forsætisnefnd setur.