Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 18/121.

Þskj. 1256  —  314. mál.


Þingsályktun

um verðbólgureikningsskil.


    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að skipa nefnd sérfróðra aðila til að kanna hvort hverfa eigi frá verðbólgureikningsskilum hérlendis. Athugun nefndarinnar nái m.a. til skoðunar á lögum um bókhald, lögum um ársreikninga og á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, svo og á fyrirkomulagi á fjárreiðum ríkisins.
    Nefndina skipi m.a. endurskoðendur, kennarar í reikningshaldi og endurskoðun við Háskóla Íslands og sérfræðingar úr ráðuneytum viðskipta og fjármála, svo og aðrir sem starfa á fjármagnsmarkaði hérlendis og búa yfir víðtækri þekkingu á þessu sviði.
    Nefndin ljúki störfum fyrir apríllok 1998 og geri tillögur um lagabreytingar ef hún telur nauðsyn á því.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 1997.