Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 21/121.

Þskj. 1261  —  447. mál.


Þingsályktun

um átaksverkefni til eflingar iðnaði sem nýtir ál við framleiðslu sína.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að beita sér fyrir átaksverkefni til að efla og auka iðnað er nýtir ál sem hráefni eða aðvinnsluefni.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 1997.