Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 413 . mál.


1267. Nefndarálitum frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um síðara frumvarpið til laga um veitingu ríkisborgararéttar á þessu þingi og var umfjöllun hennar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Formaður og einn nefndarmanna fóru yfir þær umsóknir um ríkisborgararétt sem nefndinni bárust í því skyni að kanna hvort þær uppfylla þau skilyrði sem allsherjarnefnd hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar, sbr. þskj. 723 frá 118. löggjafarþingi. Síðan fjallaði nefndin um umsóknirnar.
    Við afgreiðslu á frumvarpinu hefur nefndin haft að leiðarljósi fyrrgreindar reglur um veitingu ríkisborgararéttar.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Þar er lagt til að 97 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.

Alþingi, 13. maí 1997.Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Ögmundur Jónasson.


form., frsm.Árni R. Árnason.

Jón Kristjánsson.

Hjálmar Jónsson.Jóhanna Sigurðardóttir.

Kristján Pálsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir.