Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 23/121.

Þskj. 1319  —  377. mál.


Þingsályktun

um stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd til að vinna að stefnumótun í menntunarmálum landbúnaðarins.
    Nefndin kanni sérstaklega hvernig skipulagi á sérhæfðri menntun í landbúnaði sé best komið fyrir innan skólakerfisins, rannsaki menntunarstig í landbúnaði, athugi skipulag endurmenntunar, fjalli um hvernig sérskólar landbúnaðarins eigi að tengjast öðru skólastarfi og skoði tengsl rannsókna í landbúnaði við skólastarf.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 1997.