Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 24/121.

Þskj. 1344  —  303. mál.


Þingsályktun

um tilkynningarskyldu olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni, í samráði við hagsmunaaðila, að móta skýrar reglur um tilkynningarskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu sem m.a. innihaldi heimildir til tafarlausrar stöðvunar ef vart verður mengunar. Reglurnar nái einnig til olíuskipa í siglingum milli hafna hér á landi.
    Jafnframt verði mótaðar reglur um hvaða ráðuneyti og stjórnvöld fari með forræði um allar aðgerðir sem grípa þarf til ef mengunarslys verða á sjó eða við strendur landsins.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.