Ferill 608. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 26/121.

Þskj. 1348  —  608. mál.


Þingsályktun

um aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni og um fullgildingu samnings um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni sem gerður var í Vín 20. desember 1988 og að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum sem gerður var í Strassborg 8. nóvember 1990.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.