Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 27/121.

Þskj. 1349  —  363. mál.


Þingsályktun

um eflingu íþróttastarfs.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa sjö manna nefnd til að gera tillögur um að efla íþróttahreyfinguna og um samskipti ríkisvalds og annarra opinberra aðila við hreyfinguna og stuðning við íþróttastarfið í landinu.
    Markmið nefndarstarfsins verði meðal annars að skilgreina og gera tillögur um þátt hins opinbera í þeirri viðleitni íþróttahreyfingarinnar að:
     a.     laða æskufólk, pilta og stúlkur, svo og almenning, til iðkunar íþrótta,
     b.     efla árangur íslensks afreksfólks á alþjóðavettvangi,
     c.     auka skilning þjóðarinnar á gildi líkamsræktar, heilbrigðis og hollra lífshátta.
    Nefndin verði skipuð tveim fulltrúum Íþróttasambands Íslands, einum frá UMFÍ, einum fulltrúa tilnefndum af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einum tilnefndum af fjármálaráðherra, einum tilnefndum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og einum tilnefndum af menntamálaráðherra og verði hann jafnframt formaður nefndarinnar.
    Nefndin skili skýrslu og tillögum eigi síðar en 1. nóvember 1997.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.