Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 28/121.

Þskj. 1350  —  546. mál.


Þingsályktun

um skógræktaráætlun.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að hlutast til um að Skógrækt ríkisins geri markvissa skógræktaráætlun fyrir allt landið. Áhersla verði lögð á öflun upplýsinga, skýra markmiðssetningu og stefnumörkun til langs tíma. Áætlunin taki til allra þátta skógræktar og taki mið af þeim áformum sem sett eru með stofnun Héraðsskóga á Fljótsdalshéraði og Suðurlandsskóga.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.